Loðnuvertíð gæti aukið hagvöxt umtalsvert

Komast loðnunætur í notkun gæti það aukið hagvöxt um 0,5%.
Komast loðnunætur í notkun gæti það aukið hagvöxt um 0,5%. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Loðnuvertíð gæti skilað um 0,5 prósentum hærri hagvexti í ár, en vertíðin er háð því að loðna finnist í nægilegu magni í febrúarleiðangri Hafrannsóknastofnunar, að því er fram kemur í færslu á vef stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt að loðnubrestur geti orðið til þess að hagvaxtarhorfur versni um allt að 0,2 til 0,3 prósent.

Þrátt fyrir að loðna hafi ekki fundist í nægilegu magni til þessa er ekki öll von úti og eru fordæmi fyrir því að kvóti hafi verið margfaldaður í kjölfar leitar í febrúar, til að mynda árið 2017.

„Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var meira, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr,“ segir í færslunni. En þar er bent á að „sambærileg loðnuvertíð og árin 2016-18 myndi skila um 0,5 prósentum meiri hagvexti í ár en ella. […] Verði aflabrestur má búast við að hagvaxtarhorfur geti versnað um allt að 0,2-0,3% að öðru óbreyttu.“

„Talsverð staðbundin áhrif“

Talið er að loðna hafi ekki jafn mikla þýðingu fyrir hagkerfið og áður þar sem útflutningsgreinarnar séu nú fjölbreyttari en áður. „Tekjur af loðnu dreifast hins vegar á fá fyrirtæki og sveitarfélög. Af því leiðir að aflabrestur getur haft talsverð staðbundin áhrif. Á það t.d. við í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum en skip með skráða heimahöfn í þessum sveitarfélögum eiga meira en helming aflaheimilda í loðnu.“

Þá er einnig bent á að umrædd sveitarfélög reiði sig á fleira en loðnuveiðar. „Mörg þeirra eru t.a.m. umsvifamikil í makrílveiðum, en Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að hámarksafli í makríl árið 2020 verði 922 þúsund tonn, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Mikil sókn sjókvíaeldis vinnur einnig að einhverju leyti upp á móti aflabresti í loðnu á Austfjörðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 464,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,40 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 402,58 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 502,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 464,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 247,40 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 402,58 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Hafbjörg ST 77 Þorskfisknet
Þorskur 2.073 kg
Ýsa 165 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 2.319 kg
20.9.24 Elva Björg SI 84 Handfæri
Þorskur 722 kg
Ufsi 89 kg
Ýsa 11 kg
Karfi 3 kg
Samtals 825 kg
20.9.24 Kópur EA 140 Handfæri
Þorskur 594 kg
Ufsi 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 623 kg
20.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 3.744 kg
Skarkoli 1.543 kg
Sandkoli 93 kg
Þykkvalúra 80 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 10 kg
Skötuselur 2 kg
Samtals 5.493 kg

Skoða allar landanir »