Fimm útgerðarfélög falla frá skaðabótakröfu

Fimm af þeim sjö sjávarútvegsfyrirtækjum sem höfðuðu skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimila á makríl ætla að falla frá málsókninni. Í fréttatilkynningu  segir að ákvörðunin sé tilkomin vegna áhrifa kórónuveirunnar og að allir verði að leggja lóð á vogarskálar. 

Um er að ræða félögin Eskju, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnsluna og Skinney-Þinganes. En Huginn ehf. og Vinnslustöðin standa ekki að tilkynningunni.

Fyrirtækin gerðu kröfu um skaðabætur upp á 10,2 milljarða króna, auk vaxta, vegna fjártjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir á árunum 2011 til 2018. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðustól Alþingis í gær að fyrirtækin ættu að íhuga að draga kröfuna til baka enda væri þetta ekki góð leið til að vekja samhug á þessum tímum.

Tilkynningin í heild sinni er svohljóðandi: 

Svo sem fram hefur komið munu áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa víðtæk áhrif á ríkissjóð og allt íslenskt samfélag. Fyrir endann á því verður ekki enn séð, því miður. Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks samfélags koma vel í ljós. Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogarskálar. Af þessum sökum hafa undirrituð fimm sjávarútvegsfyrirtæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl.

Þann 6. desember 2018 voru kveðnir upp tveir dómar Hæstaréttar, þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna fjártjóns sem tvær útgerðir (Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Huginn ehf.) töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt lögum. Með dómum þessum var því staðfest að lög hefðu verið brotin af hálfu þáverandi sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda og að leiddar hefðu verið að því líkur að fjárhagslegt tjón hefði hlotist af þeirri háttsemi. Umboðsmaður Alþingis komst að sambærilegri niðurstöðu vegna þessarar meðferðar ráðsherra.

Í kjölfar þessara dóma höfðuðu sjö útgerðarfélög, um miðbik síðasta árs, mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna þess tjóns sem þau urðu fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta, á tímabilinu 2011-2018.

Árétta ber að enn hefur ekki verið dæmt um hvert hið fjárhagslega tjón hlutaðeigandi aðila var á því tímabili sem aflaheimildum var úthlutað í andstöðu við sett lög. Það hefur raunar ekki verið grundvallarþáttur málsins. Það sem mest er um vert er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyrirtæki, einstaklinga og stjórnvöld. Þetta er einn grundvallarþáttur réttarríkis.

 

Virðingarfyllst,

Eskja

Gjögur

Ísfélag Vestmannaeyja

Loðnuvinnslan

Skinney-Þinganes

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.4.21 348,65 kr/kg
Þorskur, slægður 21.4.21 251,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.4.21 326,98 kr/kg
Ýsa, slægð 21.4.21 314,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.4.21 130,41 kr/kg
Ufsi, slægður 21.4.21 171,70 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 21.4.21 258,46 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.21 Núpur HF-056 Handfæri
Þorskur 570 kg
Samtals 570 kg
21.4.21 Dóra HU-225 Handfæri
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
21.4.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 1.070 kg
Samtals 1.070 kg
21.4.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 623 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 627 kg
21.4.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 4.013 kg
Langa 448 kg
Ýsa 113 kg
Samtals 4.574 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.4.21 348,65 kr/kg
Þorskur, slægður 21.4.21 251,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.4.21 326,98 kr/kg
Ýsa, slægð 21.4.21 314,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.4.21 130,41 kr/kg
Ufsi, slægður 21.4.21 171,70 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 21.4.21 258,46 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.4.21 Núpur HF-056 Handfæri
Þorskur 570 kg
Samtals 570 kg
21.4.21 Dóra HU-225 Handfæri
Þorskur 431 kg
Samtals 431 kg
21.4.21 Blíðfari HU-052 Handfæri
Þorskur 1.070 kg
Samtals 1.070 kg
21.4.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 623 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 627 kg
21.4.21 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 4.013 kg
Langa 448 kg
Ýsa 113 kg
Samtals 4.574 kg

Skoða allar landanir »