Stefnir í keppni um eldi í Ísafjarðardjúpi

Ljóst er að mikil samkeppni verður um svæðið við Ísafjarðardjúp …
Ljóst er að mikil samkeppni verður um svæðið við Ísafjarðardjúp en þar má nú ala um 12 þúsund tonn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfesti á föstudag tillögu Hafrannsóknastofnunar að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi. Uppfært áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir því að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó, mælt í hámarkslífmassa, og felur í sér 20 prósenta aukningu á heimilu eldi frjórra laxa.

Hámarkseldismagn á frjóum laxi verður 64.500 tonn á Vestfjörðum og 42 þúsund tonn á Austfjörðum. Á Vestfjörðum er stærsta breytingin sú að við endurskoðað mat verður leyfilegt að ala 12 þúsund tonn í Ísafjarðardjúpi. Jafnframt verður leyfilegt að ala 2.500 tonn í Önundarfirði.

Ljóst er að mikil samkeppni verður um svæðið við Ísafjarðardjúp. Fiskeldisfyrirtækin Arnarlax, Arctic fish og Háafell munu bera víurnar í tonnin 12 þúsund. Gera má ráð fyrir að geta þeirra til eldis í Djúpinu nemi rétt ríflega 26 þúsund tonnum og því er afar líklegt að samkeppnin verði hörð. Af þessum sökum gætu einhver framangreinda fyrirtækja orðið að hluta til útundan við úthlutun á svæðinu.

Fagnar nýju áhættumati

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, segir að með framangreindu áhættumati hafi verið stigið jákvætt skref. Í framhaldinu verði vonandi fleiri og stærri skref tekin.

„Það er mjög jákvætt að verið sé að ýta undir uppbyggingu laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Þetta er eitthvað sem samfélagið og fyrirtækin á svæðinu hafa verið að bíða eftir,“ segir Sigurður og bætir við að hann hefði jafnvel viljað ganga enn lengra. „Þetta er kannski ekki eins stórt skref og við hefðum viljað stíga en þetta er klárlega eitthvað til að byggja á. Vonandi hjálpar þetta til við frekari uppbyggingu í framhaldinu.“

Skiptar skoðanir á matinu

Að hans sögn eru ný viðmið í takt við stefnu Arctic Fish. Þá bindur hann vonir við að fyrirtækið muni í framhaldinu vinna með viðkomandi aðilum að frekari uppbyggingu í Ísafjarðardjúpi. „Við erum auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta skref hafi verið tekið. Það er í anda okkar sem fyrirtækis að taka skrefin hægt og fylgjast vel með,“ segir Sigurður.

Að því er fram kemur í áhættumatinu verður eldi ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi. Takmarkar þetta því svæði til fiskeldis umtalsvert. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem á Háafell, segir að umrædd áform komi sér illa fyrir fyrirtækið.

„Við höfum verið að vinna að því að fá leyfi fyrir laxeldi á svæðinu og helmingurinn af þeim svæðum sem við vorum að teikna upp lendir innan við þessa línu. Það verður snúið að vinna sig í gegnum það,“ segir Kristján og bætir við að með samþykktu áhættumati sé verið að þjappa framangreindum fyrirtækjum á minna svæði. Það sé jafnframt slæmt fyrir reksturinn.

„Við höfum verið að miða við að vera með þrjú árgangasvæði þar sem eitt er í hvíld og tvö í gangi. Það er gert til að minnka umhverfisálag og sjúkdóma. Þegar helmingur af svæðinu dettur út verður það erfiðara. Þannig verða fleiri fyrirtæki á sama svæði sem er ekki mjög spennandi rekstrarlega. Við sjáum ekki ástæðuna fyrir þessu, það er verið að búa til hindranir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,19 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,00 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 403,59 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »