Telur ekki ástæðu til að örvænta

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ánægjulegt að sjá …
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir ánægjulegt að sjá hversu stór 2016 árgangur norsk-íslenskrar síldar er. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er engin ástæða til þess að örvænta þó svo að stofnvísitala norsk-íslenskrar síldar hafi verið lækkuð um 13% í kjölfar alþjóðlegs leiðangurs sem fór fram í maí í Noregshafi, heldur er tilefni til þess að búast við vexti stofnsins á næstu árum. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, er leitað er skýringa á breytingum í stofnmatinu.

„Það er alltaf óvissa í kringum vísitölur. Þó það sé lækkun á vísitölu þýðir það ekki endilega að stofninn sé á niðurleið. Þvert á móti teljum við að hann sé á uppleið. Það merkilegasta sem kemur úr þessum leiðangri er að árgangurinn 2016 er virkilega stór, eins og við höfum talið hann vera.

Í fyrsta sinn erum við að fá mælingu á hann eftir að hann kemur inn í Noregshaf, en hann var í Barentshafi. Þessi árgangur er um helmingur af allri mælingunni og það þýðir að við erum að mæla töluvert mikið minna af eldri síld.“

mbl.is/Alfons Finnsson

Guðmundur segir að árum saman hafi uppistaðan í veiðunum verið síðasti stóri árgangurinn, eða 2004-árgangurinn. Allir sem komu eftir það hafa verið minni, þar til 2016-árgangurinn kom til sögunnar.

„Það munar miklu að fá svona sterkan árgang. Þessi 2016-árgangur er að koma inn í veiðina núna að litlu leyti en er að sýna sig og er stór, þetta er árgangur sem á eftir að leiða til þess að stofninn fari upp á við á næstu árum.“

Loksins að koma

Niðurstöður mælinganna verða notaðar á fundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) í ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf um nýtingu uppsjávarfiskistofna fer fram. Spurður hvort lækkuð stofnvísitala sé vísbending um að ICES leggi til að nýting stofnsins verði minni, segir Guðmundur ekkert öruggt í þeim efnum.

„Þessi vísitala er raunar ein mæling af mörgum sem við gerum á stofninum sem fer inn í stofnmatið. Við tökum tillit til aflasamtengingarinnar í fyrra líka og svo erum við með vísitölur frá fyrri árum sem koma inn í þetta líka. Það er leiðangur við Noreg í september sem fer inn í stofnmatið og svo er leiðangur í Barentshafi til að skoða síld í nóvember. Þannig að margs konar gögn fara inn í stofnmatið, það er því ómögulegt að segja á þessari stundu hver útkoman úr því verður.

Ég er ekkert svartsýnn þó að þessi vísitala fari niður á við. Í mínum huga er stofninn í jafnvægi og mun fara upp á við. [...] Auðvitað er stofninn búinn að vera í lægð lengi eftir mörg ár án stórs árgangs sem er loksins að koma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 427,33 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 359,55 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 327,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,30 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 108,77 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 384,32 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.8.20 Þórsnes SH-109 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 150.709 kg
Samtals 150.709 kg
6.8.20 Kalli Elínar ÍS-149 Handfæri
Þorskur 695 kg
Ufsi 81 kg
Samtals 776 kg
6.8.20 Snjólfur SF-065 Handfæri
Ufsi 872 kg
Þorskur 674 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.568 kg
6.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.777 kg
Þorskur 1.679 kg
Steinbítur 224 kg
Langa 190 kg
Skarkoli 60 kg
Hlýri 37 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 3.999 kg

Skoða allar landanir »