Segir strandveiðarnar geta skapað 350 störf

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiegenda, segir eðlilegt að ónýttar aflaheimildir …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeiegenda, segir eðlilegt að ónýttar aflaheimildir strandveiða verði fluttar milli ára og telur að opna eigi fyrir strandveiðum í september. mbl.is/Eggert

Strandveiðar gengu vel í ár, en félagsmenn Landssambands smábátaeigenda eru óhressir með að veiðar voru ekki tryggðar út ágústmánuð. Samtökin biðla til stjórnvalda um að samþykkja breytingu á lögum sem heimila veiðar í september, en ekki var nein slík tillaga tekin til umfjöllunar á þingstubbnum sem haldin var í síðustuviku.

„Við höfðum reiknað með því að fá að veiða út allan ágúst, en það voru bara ellefu dagar sem við fengum. Veiðar voru stöðvaðar 19. og þá voru eftir sex dagar. Það var því enginn bátur sem náði 48 dögunum á tímabilinu. Það var einn sem náði 47 sem var það hæsta sem hægt var að ná,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Hann segir hins vegar jákvæðu hliðina vera að veiðin hafi gengið ljómandi vel. „Þorskaflinn jókst um 15% sem er meira heldur en fjölgun báta á strandveiðum. Þetta endaði í heildarafla í þorski sem nam um 10.751 tonni en í fyrra var þetta 9.328 tonn. Aflanum var landað í fimmtíu höfnum um allt land, þannig að hinar dreifðu byggðir finna vel fyrir strandveiðunum.“

Atvinnuskapandi

Í ljósi þessa telur Örn að réttast væri að strandveiðar fái aukið hlutverk í byggðamálum og að í auknum mæli yrði horft til þessara veiða við vinnu að breytingum á úthlutun byggða- og atvinnukvóta. „Byggðakvótinn nýtist ekki nægilega vel, honum er bæði seint og óreglulega úthlutað. Ekki er tryggt að hámarksverð fáist fyrir aflann þar sem hann er ekki seldur gegnum fiskmarkað. Strandveiðiaflinn er nánast allur seldur í gegnum fiskmarkaði, þannig að fiskverkendur landsins hafa aðgengi að honum.

Við í Landssambandi smábátaeigenda höfum talað fyrir því í ansi langan tíma að byggðakvótinn verði í miklu meira mæli nýttur af dagróðrabátum og sá hluti hans sem úthlutað er til byggðarlaga fáist sem ívilnun á kvóta við veiðar,“ segir framkvæmdastjórinn.

Það voru 669 bátar sem tóku þátt í strandveiðunum í sumar sem er um 7,7% fjölgun frá veiðunum í fyrra þegar 621 bátur tók þátt og tæplega 22% fjölgun frá 2018 þegar 549 bátar fóru á strandveiðar. Örn segir ástæðuna fyrir fjölguninni nú vera efnahagssamdrátt sem hefur fækkað atvinnutækifærum. „Síðan er það líka að samþjöppun í sjávarútvegi, færri skip sem sækja aflann, hefur leitt til skerðingar atvinnutækifæra fyrir sjómenn. Þá hafa margir fest kaup á bát og sótt í strandveiðar og þeim fjölgar sem hafa meginhluta árstekna sinna af þeim.“

Aflalandað úr strandveiðibát.
Aflalandað úr strandveiðibát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Telur hann að strandveiðar geti í einhverjum mæli jafnað út neikvæð áhrif samþjöppunar á atvinnustigið og segir fátt benda til þess að dragi úr henni á komandi árum, stjórnvöldum beri einfaldlega að taka tillit til þess. „Strandveiðar eru álitlegur kostur til að koma til móts við þessar breytingar auk þess að veita verðandi sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð. Það þarf ekki að kaupa kvóta í strandveiðunum, heldur fær hver bátur ákveðinn veiðirétt sem við vonum að verði 48 dagar að lágmarki. Fjölgun báta er því mjög líkleg.“

Kallar á lagabreytingu

Á grundvelli þess sem fyrr segir, auk áhrifa kórónuveirufaraldursins á atvinnustigið, en Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni ná 8,6% í ágúst, hafa samtökin sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, beiðni um að hann beiti sér fyrir að lögum verði breytt þannig að strandveiðar geti farið fram í september.

Örn segir 520 strandveiðibáta hafa verið að veiðum í ágúst og hafa samtöl við strandveiðisjómenn leitt í ljós að um þriðjungur þeirra hyggst ekki taka þátt í strandveiðum í september, verði það á annað borð leyft. „Þetta gæti skapað 350 störf til sjós, auk afleiddra starfa í landi.“

Gagnrýni, er snýr að því að ekki séu til staðar veiðiheimildir til ráðstöfunar sem gætu gagnast strandveiðimönnum, vísar Örn á bug og segir liggja fyrir að aflinn sem ætlaður var strandveiðum í fyrra hafi ekki verið fullnýttur og á það einnig við afla í línuívilnunarkerfinu. „Við óskuðum eftir því að sjávarútvegsráðherra mundi bæta því við á þessu ári þegar fjölgun báta var fyrirsjáanleg. Hann varð ekki við því og sagðist ekki hafa lagaheimild til þess. Við því hefði verið hægt að bregðast meðan þingið var að störfum í vor og sumar en það ekki verið gert, nú gefst hins vegar annað tækifæri og fullt tilefni til þess að breyta lögum þannig að hægt sé að færa þessar aflaheimildir milli fiskveiðiára.“

Þá sé fyrrnefnd breyting á tilhögun veiðanna og ráðstöfun afla eðlileg, að mati Arnar, í ljósi þess að málum er þegar háttað með þessu sniði innan hefðbundna aflamarkskerfisins, þar sem kvótahafar hafa getað fært 15% af ónýttum aflaheimildum milli fiskveiðiára. Sú heimild var hækkuð í 25% sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að auknum sveigjanleika veiða og vinnslu og þar með auka viðbragðsgetu útgerða vegna kórónuveirufaraldursins.

Bjartsýnir

Spurður hvernig félagsmenn samtakanna líti á nýtt fiskveiðiár, segir Örn þá vera bjartsýna. „Þegar lagðist yfir okkur kórónuveirufaraldur vissu menn varla sitt rjúkandi ráð. Við sáum fram á að við þyrftum að beita okkur fyrir því að færa heimildir milli fiskveiðiára þar sem við vissum ekkert hvernig markaðirnir brygðust við. Allt fór þetta þó betur en búist var við og hefur mér þótt markaðurinn vera að taka við sér og hafa verð og eftirspurn verið ásættanleg. Þar hjálpar auðvitað til gengisfall krónunnar, en ég finn ekki annað en að menn séu bara bjartsýnir fyrir komandi fiksveiðiári.“

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þá segir framkvæmdastjórinn að lækkun gengis krónunnar að vissu leyti vegi upp samdrátt í útgefnu aflamarki í þorski, sem nemur 6% milli fiskveiðiára. Auk þess er von um að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kunni að taka breytingum. „Þegar ráðgjöfin var kynnt var sagt frá falli í tveimur árgöngum og það var rætt um það að ef það kæmi í ljós í haustrallinu að þetta væri röng mæling, þá mætti skoða það að auka við kvótann. Við erum bjartsýnir á að það muni gerast.“

Viðtalið við Örn var fyrst birt laugardag 29. ágúst í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka