Þrír íslenskir meðal stærstu fjárfesta

Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði. Fyrirtækið er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Sjókvíar Arnarlax í Tálknafirði. Fyrirtækið er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.

Gildi-lífeyrissjóður er orðinn næststærsti hluthafi Icelandic Salmon AS, hins norska eignarhaldsfélags Arnarlax, eftir útboð á nýjum hlutum, eins og búist var við. Aðrir íslenskir lífeyrissjóðir eru ekki á lista yfir 14 stærstu hluthafa en vitað er að einhverjir þeirra keyptu hluti sem nú eru í vörslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá eiga íslenskir fjárfestar, væntanlega eru lífeyrissjóðir þar á meðal, í verðbréfasjóðum Stefnis, sjóðastýringarfyrirtækis Arion banka, sem tók þátt í útboði Icelandic Salmon.

Viðskipti hófust með hlutabréf Icelandic Salmon á Merkur-markaði kauphallarinnar í Osló í fyrradag og hringdi forstjóri kauphallarinnar bjöllu til merkis um það. Upphafsverðið var 105 krónur norskar á hlut, sem svarar til 1.600 íslenskra króna. Verðið hækkaði í 110 krónur fyrsta daginn í töluverðum viðskiptum en lækkaði snarlega aftur í gær og stóð í réttum 100 krónum við lok viðskipta. Flestar tölur í viðskiptum kauphallarinnar voru rauðar þennan daginn og fiskeldisfyrirtækin ekki undanþegin því.

Fjórfalt fleiri hluthafar

Eftir útboðið eru um 370 hluthafar í eignarhaldsfélagi Arnarlax en voru 84 fyrir útboðið. Hluthafarnir eru því fjórfalt fleiri en var fyrir helgi.

Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar á áfram meirihluta, 51,02%, en hlutur þess minnkaði um átta prósentustig vegna þess að það keypti ekki nýja hluti í útboðinu. Gildi er með 5,49% hlut og Gyða ehf., félag Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax, á 3,23% og er þriðji stærsti hluthafinn. Stefnir er í áttunda sæti með 2,2% hlut. Aðrir hluthafar í hópi 14 stærstu eru norskir eða alþjóðlegir fjárfestar. Félög Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, ná ekki inn á lista 14 stærstu en eitt þeirra var í 12. sæti fyrir útboðið.

Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið hér á landi.

Menn eru að vanda sig

Stefnir keypti hlut í Ice Fish Farm AS, norsku eignarhaldsfélagi Fiskeldis Austfjarða, í júní í tengslum við skráningu félagsins á Merkur-markað norsku kauphallarinnar og eiga sjóðir félagsins því hlut í tveimur stórum fiskeldisfyrirtækjum hér á landi sem bæði eru með skráð hlutabréf í kauphöll.

„Mér finnst laxeldið hafa tekið út gríðarlegan þroska á undanförnum fimm árum. Þetta er grein þar sem menn eru að vanda sig og er umhugað um að vinna í sátt við umhverfið og samfélagið,“ segir Jóhann Georg Möller, framkvæmdastjóri Stefnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »