Fiskur kerfisbundið skráður of smár

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, segir reglur um …
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, segir reglur um undirmálsfisk mikilvægar þar sem þeær eiga að draga úr brottkasti en þeim fylgir freistnivandi. mbl.is/Árni Sæberg

Mælingar Fiskistofu árin 2015 til 2019 sýna að það sé mjög algengt að afli sem er skráður sem smáfiskur (undirmálsafli) við vigtun – og telst þannig aðeins til helmings aflaheimilda – sé raunverulega stærri fiskur sem ætti að skrá sem almennan afla.

Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa reglulega eftirlit með réttmæti skráningar á undirmálsafla, það er að segja afla sem er styttri en útgefin lengdarviðmið, bæði á hafnarvog og í vinnsluhúsum. Þetta er gert með því að taka prufur úr lönduðum undirmálsafla og athuga hvort flokkunin í undirmál standist þær reglur sem um hana gilda.

Í tæplega 59% tilfella sem Fiskistofa mældi undirmál (hvort fiskur væri minni en útgefin lengdarviðmið) árið 2019 kom í ljós að ekki var um raunverulegan undirmálsafla að ræða. Hlutfallið sveiflast nokkuð á tímabilinu frá 2015 og nam hlutfallið um 44% árið 2018, rúmum 34% árið 2017, 44% árið 2016 og tæplega 52% árið 2015.

„Þetta segir okkur töluvert,“ segir Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs hjá Fiskistofu. „Menn eru að skrá afla sem undirmál og fá þannig helmingsafslátt á kvótanum, en svo stenst það ekki þegar að er gáð.“ Vísar hún til þess að þegar undirmálsafli er reiknaður til kvóta gildir hann einungis helminginn af því sem gildir um stærri fisk.

Mikilvægur hvati en skapar freistnivanda

Samkvæmt lögum er skylda að koma með allan afla að landi og hefur verið ákveðið að koma til móts við þá sem fá smærri fiska og draga einungis helming af kvótanum af bátnum. „Málið er að þetta er rosalega mikilvæg regla, því ástæðan fyrir henni er að skapa hvata til að draga úr brottkasti. Hvetja menn til að koma með smáfisk að landi í stað þess að henda honum í sjóinn. Markmiðið og tilgangur reglunnar er mjög góður en það er alltaf þessi freistnivandi til staðar,“ segir Áslaug og vísar til þess að með því að skrá stærri fisk sem undirmál er hægt að minnka kvótafrádráttinn vegna aflans sem landaður er.

Spurð hvort um kerfisbundinn vanda sé að ræða svarar hún: „Ég myndi halda það. Við sjáum líka að þegar við mætum í eftirlit á höfn, leika menn þann leik – því þeir vilja ekki lenda í svona mælingu – að þá eru þeir allt í einu ekki með undirmálsafla heldur breytist þetta í VS-afla þann daginn. Þannig að sá afli sem þeir ætluðu sér að skrá sem undirmálsafla verður VS-afli þegar við erum með eftirlit. Þetta sjáum við líka þegar við skoðum gögnin okkar.“

Mikil munur milli hafna

Það er samt spurning hvort þetta sé útbreitt vandamál eða hvort það séu sömu aðilar sem eru staðnir að því að skrá undirmálsafla rangt. Áslaug segir ekki vísbendingu um slíkt. „Við reynum að passa að vera ekki að mæla sama aðila mörgum sinnum, þó kannski kunni að koma einstaka sinnum fyrir að sami aðili er mældur tvisvar sama árið. Við reynum að dreifa þessu. Og við sjáum líka eftir höfnum að það er einhvern veginn miklu algengara að menn nýti sér það að aðskilja aflann og skrá undirmál á vissum stöðum. Til dæmis hefur Bolungarvík verið hæst ár eftir ár á meðan aðrir nota mjög lítið þessa reglu og eru ekkert að skrá undirmálsafla. Þannig að þetta virðist vera svæðisbundið hvort menn hagnýti þessa reglu eða ekki.“

Samkvæmt tölum Fiskistofu er undirmálsaflinn mestur árin 2016 til 2020 á Bolungarvík, eða 1.483 tonn, en langtum minni á Patreksfirði eða 187 tonn. Á móti eru tiltölulega umsvifamiklar hafnir á borð við Grindavík aðeins með 489 tonn og Neskaupstaður með 593 tonn, sem er aðeins 40% af því sem skráð er sem undirmál á Bolungarvík.

Fram kemur á vef Fiskistofu að stofnunin hyggst á næstunni birta frekari upplýsingar um löndun og skráningu á undirmálsafla. Þá segir að Fiskistofa „beitir áhættugreiningu af ýmsu tagi til þess að hafa eftirlit með fiskveiðum sem áhrifaríkast. Þetta er mikilvægur þáttur í því hlutverki Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 365,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 225,54 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 140,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 872 kg
Þorskur 136 kg
Keila 86 kg
Steinbítur 70 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.183 kg
27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg
27.11.20 Halla Daníelsdóttir RE-770 Þorskfisknet
Ufsi 81 kg
Karfi / Gullkarfi 64 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 260 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 27.11.20 365,30 kr/kg
Þorskur, slægður 27.11.20 465,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.11.20 225,54 kr/kg
Ýsa, slægð 27.11.20 275,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.11.20 140,94 kr/kg
Ufsi, slægður 26.11.20 185,74 kr/kg
Djúpkarfi 10.11.20 209,00 kr/kg
Gullkarfi 27.11.20 257,46 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 872 kg
Þorskur 136 kg
Keila 86 kg
Steinbítur 70 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 1.183 kg
27.11.20 Hafrafell SU-065 Lína
Steinbítur 8 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 13 kg
27.11.20 Halla Daníelsdóttir RE-770 Þorskfisknet
Ufsi 81 kg
Karfi / Gullkarfi 64 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 42 kg
Ýsa 28 kg
Samtals 260 kg

Skoða allar landanir »