Brim skilaði 2,9 milljarða hagnaði

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, kveðst ánægður með hve stöðugur rekstur …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, kveðst ánægður með hve stöðugur rekstur Brims hefur verið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfélagið Brim hf. skilaði 2,9 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 2,3 milljarðar, sem er um 24% aukning. Þetta má lesa út úr árshlutareikningi sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

„Rekstur ársfjórðungsins var stöðugur og sambærilegur við sama ársfjórðung síðasta árs. Salan nam 91,6 milljónum evra í samanburði við 80,7 milljónir evra á sama tíma 2020.

EBITDA fjórðungsins lækkar lítillega milli tímabila eða um 0,8 milljónir evra. Hagnaður fjórðungsins eykst milli ára og er 19,9 milljónir evra samanborið við 16 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2020. Grunnrekstur er í takt við sama tímabil 2020 en munurinn liggur í söluhagnaði skips,“ sagði í tilkynningu um uppgjörið.

Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brim
Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brim mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sóknin á makrílvertíð erfið

Þar segir jafnframt að rekstur botnfisksviðs hafi gengið mjög vel á fjórðungnum og að góð aflabrögð hafi verið í botnfiski og staða á mörkuðum góð. Á sama tíma hafi sóknin á makrílvertíðinni verið erfið og einnig hafi síldveiðar hafist síðar en á árinu 2020. Efnahagur félagsins sé sterkur. Eignir séu um 772 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 47%.

Þá var haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra að afkoma fjórðungsins væri góð og að hann væri ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn.

„Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksaflaheimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar. Loðnuvertíð er fram undan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003. Við þessa aukningu í úthlutun fór Brim yfir hámarkshlutdeild í þorskígildum,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »