Mesta aflaverðmæti í sögu skipsins

Verðmæti þess afla sem Hoffell SU kom með til löndunar …
Verðmæti þess afla sem Hoffell SU kom með til löndunar á fyrsta ársfjórðungi fór yfir milljarð, fyrsta skipti í sögu skipsins. mbl.is/Börkur Kjartansson

Hoffell SU náði ekki öllum þeim afla sem skipinu var úthlutað á loðnuvertíðinni. Engu að síður tókst áhöfninni á Hoffellinu að ná afla fyrir milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei náðst meiri aflaverðmæti í sögu skipsins á fyrstu þrem mánuðum ársins.

Flestir vilja meina að það sé tíðarfarinu að kenna að íslensku skipunum tókst ekki að ná öllum þeim afla sem þau voru með heimildir fyrir á vertíðinni og er það líkleg skýring þar sem stanslausar lægðir hafa einkennt veturinn, enda rúmlega 160 þúsund tonn útistandandi að vertíð lokinni.

„Það hefði alveg mátt ganga betur,“ er haft eftir Sigurði Bjarnasyni, skipstjóra á Hoffelli, í færslu á vef Loðnuvinnslunnar. Ef ekki er tekið tillit til veðurfarsins vill hann meina að vertíðin hafi gengið vel að öllu öðru leyti og að hrognatakan hafi verið með ágætum. Hoffell náði tæpum 20 þúsund tonnum af loðnu og var verðmæti hennar rúmlega milljarður króna, sem gerir þetta besta fyrsta ársfjórðung í sögu skipsins hvað verðmæti varðar.

Sigurður kveðst ekki dvelja of lengi við það sem liðið er og hefur hafið undirbúning næstu vertíðar enda styttist óðum í kolmunnavertíð. Nú stendur til að þrífa og þvo, gera og græja og mun áhöfnin á Hoffelli sinna því næstu vikur, að því er segir í færslunni. „Hér eru allir við hestaheilsu og tilbúnir í næsta slag,“ segir skipstjórinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.22 386,44 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.22 406,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.22 426,35 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.22 371,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.22 198,53 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.22 240,12 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.22 269,16 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.7.22 Emilía AK-057 Handfæri
Þorskur 458 kg
Gullkarfi 118 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 610 kg
4.7.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 635 kg
Keila 5 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 643 kg
4.7.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 392 kg
Ufsi 143 kg
Gullkarfi 26 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 569 kg
4.7.22 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 761 kg
Samtals 761 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.7.22 386,44 kr/kg
Þorskur, slægður 4.7.22 406,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.7.22 426,35 kr/kg
Ýsa, slægð 4.7.22 371,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.7.22 198,53 kr/kg
Ufsi, slægður 4.7.22 240,12 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 4.7.22 269,16 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.7.22 Emilía AK-057 Handfæri
Þorskur 458 kg
Gullkarfi 118 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 610 kg
4.7.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 635 kg
Keila 5 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 643 kg
4.7.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 392 kg
Ufsi 143 kg
Gullkarfi 26 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 569 kg
4.7.22 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 761 kg
Samtals 761 kg

Skoða allar landanir »