Fundu mun meira af makríl í íslenskri lögsögu

Sífellt minna af makríl hefur fundist umhverfis ÍSland á undanförnum …
Sífellt minna af makríl hefur fundist umhverfis ÍSland á undanförnum árum. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar bendir til þess að það kunni að vera að breytast. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkuð óvænt sýna bráðbirgðaniðurstöður uppsjávarvistkerfisleiðangurs í Norðurhöfum sem lauk 21. júlí, að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur.

„Makríll fannst meðfram suður- og vesturströnd landsins, bæði á landgrunninu og utan þess,“ segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar. „Fyrir sunnan, fannst makríll í Íslandsdjúpi suður að 62 °N breiddargráðu en makríll hefur ekki fengist í þessum leiðangri svo sunnarlega síðan sumrið 2016. Bráðabirgðaniðurstöður frá norsku og færeysku rannsóknarskipunum sýndu að makríll var einnig að finna austan við land.“

Leiðangurinn er alþjóðlegur og tóku sex skip þátt, rannsóknaskipið Árni Friðriksson fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar.  Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi var rannsökuð að undanskildum austurhluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu.

Þá segir að gögn frá skipunum sex sem tóku þátt í leiðangrinum verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst.

Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa (rauðir fylltir hringir) …
Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa (rauðir fylltir hringir) ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar (10 m dýpi). Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund er merktar með bláum punkt. Athugið að kvarði fyrir þéttleika er mismunandi milli tegunda. Mynd/Hafrannsóknastofnun

7 þúsund kílómetrar

 „Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið. Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið. Magn og útbreiðsla hrognkelsa var minni í ár en undanfarin ár. Í leiðangrinum voru merkt alls 64 hrognkelsi,“ segir í tilkynnignunni.

Þá sýna bráðabirgðaniðurstöður að hitastig í yfirborðslagi var álíka og sumarið 2021 og aðeins hlýrra en sumarið 2020.

Leiðangur Árna Friðrikssonar stóð í 18 daga og voru teknar 48 togstöðvar í kringum landið og sigldar um 3.800 sjómílur eða 7 þúsund kílómetrar. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 426,07 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 505,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 335,73 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 229,75 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,52 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,86 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker Breiðafj innri B 984 kg
Samtals 984 kg
30.9.22 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 26.921 kg
Gullkarfi 2.812 kg
Samtals 29.733 kg
30.9.22 Háey I ÞH-295 Lína
Ýsa 1.993 kg
Þorskur 1.140 kg
Gullkarfi 504 kg
Hlýri 468 kg
Keila 93 kg
Grálúða 25 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 4.226 kg
30.9.22 Skinney SF-020 Botnvarpa
Ufsi 26.698 kg
Ýsa 12.802 kg
Þorskur 4.891 kg
Langa 2.872 kg
Gullkarfi 2.551 kg
Lýsa 908 kg
Þykkvalúra sólkoli 200 kg
Steinbítur 132 kg
Hámeri 101 kg
Stórkjafta öfugkjafta 93 kg
Skötuselur 92 kg
Keila 64 kg
Skarkoli 57 kg
Lúða 48 kg
Blálanga 40 kg
Langlúra 3 kg
Samtals 51.552 kg

Skoða allar landanir »