„Búið að vera alveg fljúgandi start“

Létt er yfir Óðni Gestssyni á Suðureyri, enda hefur fiskast …
Létt er yfir Óðni Gestssyni á Suðureyri, enda hefur fiskast óvenju vel að undanförnu. mbl.is/Golli

„Við erum ánægðir með þetta allt saman og alveg búið að vera frábært,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Norðureyris ehf. og fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri, í samtali við 200 mílur. Það er eðlilega létt yfir honum enda veiðin búin að vera með ólíkindum hjá Einari Guðnasyni ÍS-303.

Fiskveiðiárið byrjaði af krafti hjá áhöfninni Einari Guðnasyni og í fyrstu löndun var báturinn með tæplega 17,8 tonna afla. Síðan hefur báturinn landað tvisvar til viðbótar og hefur tekist að ná 36 tonna afla í þessum þremur veiðiferðum. Óðinn segir veiðina hafa gengið gríðarlega vel að undanförnu. „Tíðin er búin að vera betri eftir 20. ágúst en í sumar. Þetta er nánast búið að snúast við. Kannski aðeins kaldari lofthitinn en þó búið að fara upp í 15 til 18 gráður.“

Ein­ar Guðna­son ÍS 303 er 15 metr­ar að lengd og …
Ein­ar Guðna­son ÍS 303 er 15 metr­ar að lengd og mæl­ist 30 brútt­ót­onn. Ljósmynd/Trefjar ehf.

224 tonn í ágúst

Veiðin í ágúst var ekki lakari og landaði Einar Guðnason tæplega 224 tonnum í mánuðinum. Þar af 145,8 tonnum af þorski og 41,3 tonn af ýsu. „Alveg búin að vera glimrandi veiði. Þetta er óvanalegt hérna á grunnslóð í ágúst segja þeir,“ segir Óðinn.

Hann telur stöðuna ekki hafa getað verið betri sérstaklega þar sem þurfti að gera hlé í sumar vegna bilunar. „Við vorum í biliríi og byrjuðum aftur 27. júlí, þá vorum vð búin að vera stopp í mánuð. Þetta er búið að vera alveg fljúgandi start í ágúst og síðan alveg frábært.“

Norðureyri ehf. lét smíða Einar Guðnason ÍS-303 í kjölfar þess að fyrirrennarinn strandaði við Gölt siðla árs 2019. Báturinn, sem smíðaður var af Trefjum í Hafnarfirði hefur reynst útgerðinni vel en um er að ræða yfirbyggðan Cleopatra 50 beitingavélarbát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »