Námskeið á netaverkstæðinu í Eyjum komi sér vel

Adam Helgi Jóhannesson, Rúnar Þór Birgisson og Guðmann Óskar Haraldsson …
Adam Helgi Jóhannesson, Rúnar Þór Birgisson og Guðmann Óskar Haraldsson að splæsa. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Arnar Richardsson

Alla jafna sér netaverkstæði Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum um að halda veiðarfærum ísfisktogaranna Vestmannaeyjar VE og Bergs VE í topp standi, en þessa dagana hafa verið á staðnum fjórir úr áhöfn frystitogarans Blængs NK að læra handtökin.

„Þetta eru mjög áhugasamir strákar og þeir hafa ákveðinn grunn sem hægt er að byggja á,“ segir netagerðarmaðurinn Guðni Hjörleifsson í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Auk Guðna starfar Rúnar Þór Birgisson á verkstæðinu.

„Við hófum kennsluna á þriðjudagsmorgun og þeir verða hjá okkur í þrjá heila daga. Við förum í gegnum margt sem er gott að kunna. Meðal annars förum við yfir lestur teikninga. Akkúrat núna erum við að kenna þeim að splæsa dynex-tóg. Fyrir okkur Rúnar er þetta skemmtileg tilbreyting. Við höfum áður verið með menn hjá okkur úr áhöfnum Vestmannaeyjar og Bergs þannig að við erum ekki óvanir að sinna kennslustörfum. Strákarnir eru lifandi og hressir. Þeir spyrja mikið og við reynum að svara öllu eftir bestu getu,“ segir Guðni.

Guðni Hjörleifsson og Mateusz Szulc.
Guðni Hjörleifsson og Mateusz Szulc. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Arnar Richardsson

Alger snilld

„Það er hreint út sagt alger snilld. Við erum að læra hér helling á stuttum tíma og kennararnir eru alveg frábærir. Staðreyndin er sú að það er erfitt að læra þetta út á sjó því það er enginn tími til þess. Þar hafa menn öðrum verkum að sinna,“ segir Mateusz Szulc, sjómaður á Blængi.

„Við erum allir sammála um að það sé bæði gaman og gagnlegt að fara á námskeið eins og þetta og það á eftir að koma sér vel það sem við lærum hérna. Það væri gott að koma hingað aftur að þessu námskeiði loknu og læra meira,“ segir hann.

Ásamt Mateuszi eru úr áhöfn Blængs þeir Adam Helgi Jóhannesson, Guðmann Óskar Haraldsson, Karl Gunnar Sigfússon.

Karl Gunnar Sigfússon að bæta.
Karl Gunnar Sigfússon að bæta. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Arnar Richardsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka