Sjómaðurinn sem saknað er af línuskipinu Sighvati GK-57 heitir Ekasit Thasaphong. Hann er fæddur árið 1980.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísi hf. sem send var fjölmiðlum að höfðu samráði við fjölskylduna, sem þakkar af alhug samúð og vinarþel samfélagsins.
Ekasit kom ungur til Íslands og hefur búið í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum.
Ekasit hefur lengst af starfað hjá Vísi hf., bæði til sjós og lands.
Fjölskyldan öll hefur verið mjög virk í samfélaginu í Grindavík, sem er harmi slegið.
Starfsfólk Vísis hf. þakkar öllum þeim, sem tekið hafa þátt í leitinni. Bænir allra eru hjá fjölskyldu og ættingjum Ekasit Thasaphong.