„Það hefur greinilega eitthvað klikkað“

Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

Mælingar í kvíastæðu Arctic Fish gefa til kynna að um 35% strokulaxanna séu kynþroska, sem er alltof hátt að mati rannsóknarstjóra Hafrannsóknastofnunar. Ljósastýringarbúnaður yfir vetrartímann á að koma í veg fyrir að eldislaxinn verði kynþroska en svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis.

Þess ber að geta að mælingar á sambærilegri kvíastæðu Arnarlax í Bíldudal sýndi 0% kynþroska.

Með orkubirgðir til að synda langt

„Það sem að gerist þá er að kynþroska fiskar leita miklu frekar út úr kvínni ef það er gat. Hingað til höfum við ekki orðið vör við neitt strok frá svona litlum götum eins og þetta. En ef þú ert með fisk sem er kynþroska þá fer hann greinilega út. Hann er með orkubirgðir til að synda langt og gera einhvern óskunda. Það er hið versta mál,“ segir Ragnar Jóhannsson rannsóknarstjóri við mbl.is.

„[Eldislaxarnir] munu taka þátt, sérstaklega hrygnurnar, í hrygningu í haust, það er, þær sem hafa náð því kynþroskastigi að geta það.

„Ef það verður of mikið af eldisfiskum, sem er að blandast inn og það myndast þrýstingur af þessum útlendu genum frá Noregi í íslensku stofnana, þá getur það haft neikvæð áhrif á hæfni stofnanna í ánum. Ef hæfni dvínar þá minnkar viðkoma laxins. Það gæti komið fram sérstaklega í slæmu árferði þá býður stofninn skaða af.“

Eitthvað klikkað

Samkvæmt áhættumati og rekstrarleyfum er fyrirtækjum sem stunda fiskeldi gert að vera með stöðugt ljós yfir sjókvíunum yfir vetrartímann til að koma í veg fyrir að eldislaxinn verði kynþroska.

„Það sem það gerir er það að fiskurinn ruglast í tímaríminu og ákveður að verða ekki kynþroska strax þar sem hann hefur ekki upplifað vetur. Þar af leiðandi þá á hann að vera ókynþroska þegar að honum er slátrað. En það hefur greinilega eitthvað klikkað þarna því um 35% af fiskunum eru kynþroska. Sem er alltof hátt.“

Telur Ragnar að ef rétt hefði verið staðið að málum, og eldislaxarnir í sjókvíastæðu Arctic Fish hefði ekki orðið kynþroska, væri málið töluvert auðveldara viðureignar.

„Þá hefðu líklega mjög fáir fiskar strokið og þeir hefðu ekki haft neina ástæðu til þess að fara upp í ár.“

20 þúsund strokulaxar 2018

Ragnar bendir á að árið 2018 hafi um 20 þúsund eldislaxar strokið úr síðbúnu stroki en einungis 10 af þeim leitað upp í ár á því ári sem þeir struku og svo 5 árið eftir. Núna séu strokulaxarnir aftur á móti talsvert færri, eða í kringum 3.500.

„Síðan kemur þessi sprenging núna. Þetta er líkast til ástæðan, þessi kynþroski sem átti ekki að vera.“

Hann segir Hafrannsóknastofnun, í samvinnu við MAST, nú stefna á að gera úttekt í eldiskvíum á öllum eldissvæðum til að kanna hlutfall kynþroska eldislaxa.

„Kryfja úrtak laxa og skoða hvernig staðan er á fullvaxta fiski fyrir slátrun, bæði fyrir austan og vestan. Ef kynþroski er mjög lágur alls staðar annars staðar myndi það benda til að ónóg ljósastýringin sé ástæðan. Ef við metum það svo að við getum átt von á atburðum sem þessum í framtíðinni þá þurfum við að breyta áhættumati.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.23 448,46 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.23 541,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.23 252,88 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.23 227,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.23 218,18 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.23 261,24 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.23 198,31 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.12.23 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.723 kg
Ýsa 6.121 kg
Langa 244 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 49 kg
Karfi 47 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 13.277 kg
2.12.23 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 49 kg
Samtals 49 kg
2.12.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 318 kg
Keila 273 kg
Ýsa 164 kg
Karfi 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.23 448,46 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.23 541,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.23 252,88 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.23 227,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.23 218,18 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.23 261,24 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.23 198,31 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.12.23 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.723 kg
Ýsa 6.121 kg
Langa 244 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 49 kg
Karfi 47 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 13.277 kg
2.12.23 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 49 kg
Samtals 49 kg
2.12.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 318 kg
Keila 273 kg
Ýsa 164 kg
Karfi 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Loka