Leggur til að skilyrða hæstu laun við lægstu

Kjarasamningar SA og ASÍ | 18. mars 2022

Leggur til að skilyrða hæstu laun við lægstu

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) vill leggja það til að ríkið setji það inn í eigendastefnu sína að laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en fjórföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum.

Leggur til að skilyrða hæstu laun við lægstu

Kjarasamningar SA og ASÍ | 18. mars 2022

Drífa Snædal segir engar skynsamlegar reglur gilda um launamun í …
Drífa Snædal segir engar skynsamlegar reglur gilda um launamun í dag.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) vill leggja það til að ríkið setji það inn í eigendastefnu sína að laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en fjórföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) vill leggja það til að ríkið setji það inn í eigendastefnu sína að laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en fjórföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum.

Með þannig skilyrðingu hafi þeir sem eru með hæstar tekjur beinan hag af því að hækka lægstu launin. Þetta yrði stefnumótandi og myndi eyða ársvissri andlausri umræðu um ofurlaun. Almenni markaðurinn ætti svo að tileinka sér þetta sömuleiðis.

Þetta kemur fram í föstudagspistli Drífu sem birtist á vef ASÍ.

„Þegar umræða síðustu áratuga er rakin kemur í ljós að þolinmæði okkar fyrir misskiptingu hefur aukist stórkostlega. Um miðja síðustu öld var til umræðu að enginn fengi meira en tvöföld laun þess lægst launaða. Síðan þróaðist umræðan yfir í að þreföld laun væru eðlilegur munur og síðan fjórföld. Nú erum við svo komin á stað þar sem engar skynsamlegar reglur virðast gilda um launamun,“ skrifar Drífa.

Ekki eftir neinu að bíða

Á hverju ári séu sagðar fréttir af ofurlaunum en handritið sé í raun ritað fyrirfram. Verkalýðshreyfingin bendi á ranglætið og setji í samhengi við almenn laun í landinu og kjarasamninga en á móti hljómi söngurinn um ábyrgð og að hlutfallsleg hækkun sé ekki svo mikil.

„„Hlutfallslega“ er þarna lykilorð. 10% hækkun á 400 þúsund króna laun eru 40 þúsund krónur en 5% hækkun á fjórar milljónir eru 200 þúsund krónur. Minni hlutfallsleg hækkun á ofurlaun getur  munað góðri utanlandsferð. Það sem eftir stendur í umræðunni er; hver á launamunurinn að vera? Fyrir hvernig ábyrgð og störf á að greiða meira og hversu mikið?“ Spyr Drífa, en lausnina sér hún í skilyrðingu, líkt og nefnd er hér að ofan.

Að ríkið setji það inn í eigendastefnu sína hvert ásættanlegt launahlutfall sé innan þeirrar starfsemi við eigum öll. Í raun sé ekki eftir neinu að bíða með slíka framkvæmd.

mbl.is