Elísabet ætlar að þjóna bresku þjóðinni áfram

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2022

Elísabet ætlar að þjóna bresku þjóðinni áfram

Elísabet II Bretlandsdrottning kveðst staðráðin í að sinna áfram hlutverki sínu eftir eftir fremsta megni.

Elísabet ætlar að þjóna bresku þjóðinni áfram

Kóngafólk í fjölmiðlum | 5. júní 2022

Elísabet II vinkaði viðstöddum.
Elísabet II vinkaði viðstöddum. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning kveðst staðráðin í að sinna áfram hlutverki sínu eftir eftir fremsta megni.

Elísabet II Bretlandsdrottning kveðst staðráðin í að sinna áfram hlutverki sínu eftir eftir fremsta megni.

Hún vinkaði viðstöddum af svölum Buckingham hallarinnar í London á síðasta degi hátíðarhaldanna í tilefni af 70 ára valdaafmæli hennar. 

Þá gaf hún einnig út yfirlýsingu þar sem hún kvaðst djúpt snortin og þakklát fyrir það hvernig þjóðin hefur fagnað þessum tímamótum með henni. 

„Þó mér hafi ekki tekist að vera viðstödd alla viðburðina í eigin persónu, hefur hjartað mitt verið hjá ykkur öllum og ég er staðráðin í að þjóna ykkur áfram eftir fremsta megni, með stuðningi fjölskyldu minnar.“

Elísabet mun sinna hutverki sínu áfram með aðstoð fjölskyldu sinnar.
Elísabet mun sinna hutverki sínu áfram með aðstoð fjölskyldu sinnar. AFP
mbl.is