Gaf afi Karl rólu til að ná fram sáttum í fjölskyldunni?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. júní 2022

Gaf afi Karl rólu til að ná fram sáttum í fjölskyldunni?

Það virðist ekki vera auðvelt að vera utan við bresku konungsfjölskylduna. Allavega ekki ef marka má fréttir síðustu daga af hertogahjónunum af Sussex.

Gaf afi Karl rólu til að ná fram sáttum í fjölskyldunni?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. júní 2022

Árið 2016 var þessi mynd tekin af Georg á fjögurra …
Árið 2016 var þessi mynd tekin af Georg á fjögurra ára afmæli hans. mbl.is/Instagram

Það virðist ekki vera auðvelt að vera utan við bresku konungsfjölskylduna. Allavega ekki ef marka má fréttir síðustu daga af hertogahjónunum af Sussex.

Það virðist ekki vera auðvelt að vera utan við bresku konungsfjölskylduna. Allavega ekki ef marka má fréttir síðustu daga af hertogahjónunum af Sussex.

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, fóru aftur til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem þau eru búsett. Þau fóru þau ekki tómhent heim því meðferðis var róla nokkur sem er sameiningartákn í bresku konungsfjölskyldunni. Erlenda pressan gefur það til kynna að það hafi verið afi gamli, Karl Bretaprins, sem færði fjölskyldunni róluna góðu. 

Það komst í fréttirnar á sínum tíma þegar Karl Bretaprins gaf Vilhjálmi syni sínum og Katrínu hertogaynju af Cambridge rólu merkta þeim í brúðkaupsgjöf. Sú róla sást á myndum þegar Georg frumburður Vilhjálms og Katrínar var myndaður á sveitasetri fjölskyldunnar í Norfolk árið 2016. Þá var Georg fjögurra ára gamall.

Rólan sem Karl Bretaprins keypti á sínum tíma er frá …
Rólan sem Karl Bretaprins keypti á sínum tíma er frá The Oak & The Rope Company.

Fólk sem þráir að eignast svipaða rólu ættu að vita að rólan er í raun fyrir fullorðna - ekki börn. 

Hefð er fyrir því að áletra nafn foreldranna framan á róluna en undir henni er lengri texti um gildi fjölskyldunnar.  

Breska konungsfjölskyldan hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga, ekki síst vegna 70 ára krýningarafmæli Bretadrottningar. Athygli vakti að hertogahjónin af Sussex létu loksins sjá sig í Bretlandi en þau hafa alið manninn í Bandaríkjunum upp á síðkastið.

 Daily Mail

Það eru margir sem fylgja konungsfjölskyldunni bresku eftir í einu …
Það eru margir sem fylgja konungsfjölskyldunni bresku eftir í einu og öllu þegar kemur að hönnun og tísku.
mbl.is