Sjóðheit og seiðandi í grænu

Stjörnur á ferð og flugi | 15. september 2022

Sjóðheit og seiðandi í grænu

Það væsir ekki um tónlistarkonuna Rita Ora sem hefur notið sín í sólinni í Brasilíu síðustu daga, en hún kom fram á Rokk í Ríó hátíðinni síðustu helgi. Ora hefur verið dugleg að deila flottum myndum frá ferðinni á Instagram reikningi sínum, þar á meðal eru sjóðheitar bikiní myndir.

Sjóðheit og seiðandi í grænu

Stjörnur á ferð og flugi | 15. september 2022

Söngkonan Rita Ora nýtur sín í sólinni.
Söngkonan Rita Ora nýtur sín í sólinni. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um tónlistarkonuna Rita Ora sem hefur notið sín í sólinni í Brasilíu síðustu daga, en hún kom fram á Rokk í Ríó hátíðinni síðustu helgi. Ora hefur verið dugleg að deila flottum myndum frá ferðinni á Instagram reikningi sínum, þar á meðal eru sjóðheitar bikiní myndir.

Það væsir ekki um tónlistarkonuna Rita Ora sem hefur notið sín í sólinni í Brasilíu síðustu daga, en hún kom fram á Rokk í Ríó hátíðinni síðustu helgi. Ora hefur verið dugleg að deila flottum myndum frá ferðinni á Instagram reikningi sínum, þar á meðal eru sjóðheitar bikiní myndir.

Ora er augljóslega með tískuna á hreinu í nýjustu myndaseríu sinni, en þar stillti hún sér upp í glæsilegu köflóttu bikiníi með ströndina í bakgrunn. Ef flett er í gegnum myndirnar má sjá hana skarta litríku bikiníi og hatti í stíl ásamt svörtum þröngum kjól við há leðurstígvél.

View this post on Instagram

A post shared by RITA ORA (@ritaora)

Í síðasta mánuði giftist Ora leikstjóranum Taika Waititi í lítilli athöfn í Lundúnum á Bretlandseyjum, en þau létu lítið bera á brúðkaupinu. Heimildir Daily Mail herma að parið sé þó að skipuleggja risastóra veislu til að fagna brúðkaupi sínu með vinum og fjölskyldu, en Ora hefur verið staðráðin í að halda sambandinu fjarri sviðsljósinu. 

mbl.is