Beckham tárvotur við kistu drottningar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2022

Beckham tárvotur við kistu drottningar

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham var tárvotur þegar hann vottaði Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Hall í Lundúnum í dag. Beckham sagði við fjölmiðla fyrir utan að hugur hans væri hjá konungsfjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Beckham tárvotur við kistu drottningar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 16. september 2022

David Beckham fór að sjá kistu drottningarinnar í Westminster Hall …
David Beckham fór að sjá kistu drottningarinnar í Westminster Hall í Lundúnum í dag. AFP

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham var tárvotur þegar hann vottaði Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Hall í Lundúnum í dag. Beckham sagði við fjölmiðla fyrir utan að hugur hans væri hjá konungsfjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham var tárvotur þegar hann vottaði Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína í Westminster Hall í Lundúnum í dag. Beckham sagði við fjölmiðla fyrir utan að hugur hans væri hjá konungsfjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

Beckham beið í 12 klukkustundir eftir því að fá að sjá kistu drottningarinnar. „Þetta var alltaf að fara að verða erfiður dagur,“ sagði hann við Sky News.

Heppinn að fá augnablik með hennar hátign

Hann segir það hafa verið einstakt augnablik fyrir hann þegar hann hlaut OBE-orðuna frá drottningunni árið 2003. „Ég bauð ömmu minni og afa með mér, þau voru miklir aðdáendur konungsfjölskyldunnar. Ég var svo heppinn að fá að eiga nokkur augnablik í lífi mínu með hennar hátign. Þetta er sorglegur dagur, en við munum alltaf muna þennan dag,“ sagði Beckham.

Beckham spilaði lengi með enska landsliðinu og var fyrirliði liðsins í sex ár. 

„Í hvert skipti sem við stóðum þarna, og vorum í treyjunum okkar, ég var með fyrirliðabandið og við sungum God Save Our Queen. Þessi augnablik skiptu okkur alltaf svo miklu máli,“ sagði Beckham við ITV.

Beckham var með svarta húfu í röðinni.
Beckham var með svarta húfu í röðinni. AFP
mbl.is