„Veðurbarnar“ TikTok-stjörnur slá í gegn

Förðunartrix | 10. desember 2022

„Veðurbarnar“ TikTok-stjörnur slá í gegn

Nýtt æði hefur tekið yfir samfélagsmiðilinn TikTok með yfirskriftinni „I am cold“ eða „Mér er kalt.“ Trendið sem um ræðir er förðunartrend þar sem notendur sækja innblástur til kaldra vetrardaga og keppast við að ná fram náttúrulegum roða sem kemur gjarnan fram eftir útiveru á köldum dögum, með því að setja kinnalit á réttu staðina á andlitinu. 

„Veðurbarnar“ TikTok-stjörnur slá í gegn

Förðunartrix | 10. desember 2022

Notendur samfélagsmiðilsins TikTok virðast vera komnir í vetrargírinn ef marka …
Notendur samfélagsmiðilsins TikTok virðast vera komnir í vetrargírinn ef marka má nýjasta trendið á miðlinum. Samsett mynd

Nýtt æði hefur tekið yfir samfélagsmiðilinn TikTok með yfirskriftinni „I am cold“ eða „Mér er kalt.“ Trendið sem um ræðir er förðunartrend þar sem notendur sækja innblástur til kaldra vetrardaga og keppast við að ná fram náttúrulegum roða sem kemur gjarnan fram eftir útiveru á köldum dögum, með því að setja kinnalit á réttu staðina á andlitinu. 

Nýtt æði hefur tekið yfir samfélagsmiðilinn TikTok með yfirskriftinni „I am cold“ eða „Mér er kalt.“ Trendið sem um ræðir er förðunartrend þar sem notendur sækja innblástur til kaldra vetrardaga og keppast við að ná fram náttúrulegum roða sem kemur gjarnan fram eftir útiveru á köldum dögum, með því að setja kinnalit á réttu staðina á andlitinu. 

Við á Íslandi ættum vanalega ekki að þurfa að treysta á snyrtivörur til að ná fram lúkkinu á þessum árstíma, en undanfarnar vikur hafa þó verið óvenju hlýjar og því gott að geta gripið í kinnalitinn ef þess þarf. 

Kinnalitur í aðalhlutverki

Markmiðið er að lýta út eins og þú hafir eytt deginum í skíðabrekkunni eða í annarri útveru í frostinu. Áður en hafist er handa er mikilvægt að tryggja að grunnur með mattri áferð sé notaður undir kinnalitinn, hvort sem það er meik, púður eða hyljari. 

Lykillinn að lúkkinu er svo kinnaliturinn, en fyrsta skrefið er að taka krem kinnalit og setja á kinnar og upp á kinnbein, á nefið og í kringum varirnar.

Því næst er glimmer- eða ljómavöru komið fyrir í augnkrókinn, en sú vara ætti helst að vera með köldum undirtón til að undirstrika kuldann. Þá er krem kinnalit komið fyrir á eða í kringum varirnar og þær toppaðar með gljáandi glossi. 

Lokaskrefið er valkvætt, en mörgum finnst ómissandi að bæta örlítið af púður kinnalit yfir í lokin til að ýkja roðann án þess þó að gera hann ónáttúrulegan. Útkoman er skemmtileg, en þessi mikla áhersla á kinnalit líkir óneitanlega eftir „sólbrennda“ förðunartrendinu sem var allsráðandi á miðlinum í sumar. 

mbl.is