Prinsinn færður til í starfi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. janúar 2023

Prinsinn færður til í starfi

Miklar breytingar eru í vændum í ár hjá Jóakim prins og fjölskyldu hans. Síðustu ár hefur hann verið búsettur í Frakklandi þar sem hann gegnir starfi varnarmálafulltrúa í sendiráðinu í París. Um mitt ár verður hann hins vegar færður til í starfi. Þetta kemur fram í danska fjölmiðlinum Billed Bladet.

Prinsinn færður til í starfi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 4. janúar 2023

Jóakim ásamt Maríu prinsessu.
Jóakim ásamt Maríu prinsessu. AFP

Miklar breytingar eru í vændum í ár hjá Jóakim prins og fjölskyldu hans. Síðustu ár hefur hann verið búsettur í Frakklandi þar sem hann gegnir starfi varnarmálafulltrúa í sendiráðinu í París. Um mitt ár verður hann hins vegar færður til í starfi. Þetta kemur fram í danska fjölmiðlinum Billed Bladet.

Miklar breytingar eru í vændum í ár hjá Jóakim prins og fjölskyldu hans. Síðustu ár hefur hann verið búsettur í Frakklandi þar sem hann gegnir starfi varnarmálafulltrúa í sendiráðinu í París. Um mitt ár verður hann hins vegar færður til í starfi. Þetta kemur fram í danska fjölmiðlinum Billed Bladet.

Heimildir herma að hann muni flytja ásamt fjölskyldu sinni til Washington D.C. og starfa á sviði varnarmála. Danska konungshöllin hefur hins vegar ekki staðfest orðróminn.

Síðasta ár var ár mikilla átaka hjá Jóakim og fjölskyldu hans. Börnin hans voru svipt öllum konunglegum titlum án nokkurs fyrirvara og var því mjög illa tekið. Andað hefur köldu á milli Jóakims og Friðriks krónprins og með þessum tilfæringum verður Jóakim haldið í hæfilegri fjarlægð. 

Drottningin hefur viðurkennt að samband hennar við Jóakim hafi stirðnað …
Drottningin hefur viðurkennt að samband hennar við Jóakim hafi stirðnað mjög í kjölfar ákvörðunar hennar að svipta börnum hans titlunum. AFP
Jóakim prins ásamt Marie eiginkonu sinni og börnunum.
Jóakim prins ásamt Marie eiginkonu sinni og börnunum. AFP
mbl.is