Kóngur aflýsir skíðaferð sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. febrúar 2023

Kóngur aflýsir skíðaferð sinni

Karl III. Bretakonungur mun ekki bruna um skíðabrekkur Klosters í Sviss þennan veturinn. Kóngur hefur aflýst skíðaferðinni sem hann hefur farið í árlega undanfarin 45 ár.

Kóngur aflýsir skíðaferð sinni

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. febrúar 2023

Karl III. Bretakonungur ætlar ekki í skíðafrí í ár.
Karl III. Bretakonungur ætlar ekki í skíðafrí í ár. AFP

Karl III. Bretakonungur mun ekki bruna um skíðabrekkur Klosters í Sviss þennan veturinn. Kóngur hefur aflýst skíðaferðinni sem hann hefur farið í árlega undanfarin 45 ár.

Karl III. Bretakonungur mun ekki bruna um skíðabrekkur Klosters í Sviss þennan veturinn. Kóngur hefur aflýst skíðaferðinni sem hann hefur farið í árlega undanfarin 45 ár.

Tveimur ástæðum hefur verið velt upp í breskum fjölmiðlum. Annars vegar að konungurinn vilji minnka líkur á því að hann slasist fyrir krýningarathöfn sína sem verður í byrjun maí næstkomandi. Og hins vegar að hann vilji ekki fara í skíðaferð til Sviss á meðan almennir borgarar glími við mikinn fjárhagsvanda.

Klosters er á Prättigau-svæðinu í Sviss og er vel sótt af stórstjörnum og fyrirmennum. Leikkonan Audrey Hepburn, Winston Churchill, Bono og Julia Roberts eru á meðal þeirra sem hafa látið sjá sig þar.

Þegar Karl fer í skíðafrí dvelur hann í Chalet Eugenia sem hefur verið í eigu bresku konungsfjölskyldunnar í marga áratugi. Þaðan er gott aðgengi að skíðabrekkunum. Þó Karl sé ekki á leið í skíðafrí nú í febrúar eða mars, er fyrirhugað að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands og Þýskalands í mars.

Karl í Klosters árið 2005 ásamt sonum sínum Vilhjálmi og …
Karl í Klosters árið 2005 ásamt sonum sínum Vilhjálmi og Harry Bretaprins. REUTERS
mbl.is