Svona farðaði Harpa Kára Ragnhildi Steinunni

Eurovision | 20. febrúar 2023

Svona farðaði Harpa Kára Ragnhildi Steinunni

Make-Up Studio Hörpu Kára sér um hár og förðun fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins. Harpa farðaði sjálf Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem er einn af kynnum keppninnar. Hún valdi látlausa förðun vegna þess að blái samfestingurinn sem hún klæddist var svo plássfrekur. 

Svona farðaði Harpa Kára Ragnhildi Steinunni

Eurovision | 20. febrúar 2023

Harpa Káradóttir farðaði Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem er einn af …
Harpa Káradóttir farðaði Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem er einn af kynnum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ljósmynd/Samsett

Make-Up Studio Hörpu Kára sér um hár og förðun fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins. Harpa farðaði sjálf Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem er einn af kynnum keppninnar. Hún valdi látlausa förðun vegna þess að blái samfestingurinn sem hún klæddist var svo plássfrekur. 

Make-Up Studio Hörpu Kára sér um hár og förðun fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins. Harpa farðaði sjálf Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem er einn af kynnum keppninnar. Hún valdi látlausa förðun vegna þess að blái samfestingurinn sem hún klæddist var svo plássfrekur. 

„Ragnhildur var í fallegum bláum pallíettu-samfesting sem var mjög afgerandi þannig að við ákváðum að halda förðuninni frekar látlausri í þetta skiptið. En auðvitað notaðist ég við við öll okkar leynitrix sem við höfum þróað með okkur síðustu ár. Við vorum sammála um að halda okkur í mildum og möttum ferskjutónum á augu og kinnar. Það fer vel á móti bláa litnum í klæðnaðnum í bland við gyllta matta húð og ferskjulitaðar varir sem við skyggðum með köldum brúnum varablýanti,“ segir Harpa.  

Hún setti ljósan ferskjulitaðan augnskugga yfir augnlokin og skyggði augun með rauðbrúnum augnskugga undir augnbein og í ytri augnkrók til þess að búa til örlitla dramatík. 

„Síðan notaði ég svartan eye-liner sem ég dró aðeins út í átt að gagnauga til að stækka augnsvæðið. Það kemur mjög vel út þegar það kemur að förðun fyrir svið og sjónvarp. Ég setti eye-linerinn inn í efri og neðri vatnslínu til að fá aukna skerpu í kringum augun. Í lokin raðaði ég stökum augnhárum í mismunandi lengdum við rót augnháranna og setti örlítið silfurlitað glimmer í augnkrókana til að birta yfir augnsvipnum,“ segir Harpa Kára. 

Harpa Kára notaði farða frá Armani til þess að halda húðinni mattri en farðinn er með gylltri áferð. Farðinn jafnaði út húðtóninn og svo lýsti hún upp húðina með því að setja ljósari hyljara í miðju andlitsins. 

„Andlitið var síðan skyggt með kremuðum skyggingarlit og mattur ferskjulitaður kinnalitur borinn á kinnar,“ segir Harpa. 

Til þess að fullkomna heildarmyndina skyggði hún varirnar með brúnum varablýanti með köldum undirtóni. 

„Síðan setti ég á hana ferskjulitaðan glimmer gloss frá MAC,“ segir Harpa. 

mbl.is