86 ára kóngurinn fékk mótorhjól að gjöf

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. febrúar 2023

86 ára kóngurinn fékk mótorhjól að gjöf

Haraldur 5. Noregskonungur fagnar 86 ára afmæli sínu í dag. Konungurinn fékk einstaka gjöf frá starfsfólki við hirðina, gamla Husqvarna-mótorhjólið sem hann fékk líka að gjöf fyrir 70 árum, þegar hann var 16 ára gamall. 

86 ára kóngurinn fékk mótorhjól að gjöf

Kóngafólk í fjölmiðlum | 21. febrúar 2023

Haraldur 5. Noregskonungur er búinn að endurheimta hjólið sem hann …
Haraldur 5. Noregskonungur er búinn að endurheimta hjólið sem hann fékk að gjöf á 16 ára afmælisdaginn sinn.

Haraldur 5. Noregskonungur fagnar 86 ára afmæli sínu í dag. Konungurinn fékk einstaka gjöf frá starfsfólki við hirðina, gamla Husqvarna-mótorhjólið sem hann fékk líka að gjöf fyrir 70 árum, þegar hann var 16 ára gamall. 

Haraldur 5. Noregskonungur fagnar 86 ára afmæli sínu í dag. Konungurinn fékk einstaka gjöf frá starfsfólki við hirðina, gamla Husqvarna-mótorhjólið sem hann fékk líka að gjöf fyrir 70 árum, þegar hann var 16 ára gamall. 

Fjölskyldan greinir frá á Instagram og birtir mynd af kátum konungi við mótorhjólið bláa.

„Þegar konungurinn fór að skoða sýninguna Bílar konungsins í mars 2020 spurði hann hvort einhver vissi hvar fyrsta mótorhjólið hans væri geymt í dag. Í ljós kom að á 16 ára afmælisdegi hans árið 1953 fékk konungurinn Husqvarna-léttmótorhjól, 30 Sport. Hjólið fékk hann að gjöf frá föður sínum, þá Ólafi krónprinsi,“ segir í færslunni. 

Verðandi konungur Noregs tók mótorhjólapróf sjö mánuðum seinna og keyrði hjólið þar til hann fékk bílpróf árið 1955. Seinna var það afskráð og selt. 

Nú 70 árum seinna er hjólið aftur komið í eigu Haralds. Búið er að gera það upp og finna gömlu númeraplöturnar sem það var á þegar konungur fékk það fyrst.

mbl.is