Hefur ekkert að fela

Líkamsvirðing | 20. apríl 2023

Hefur ekkert að fela

Kanadíska leikkonan Rachel McAdams er lítt hrifin af „sannleikanum“ sem ljósmyndir af Hollywood–stjörnum og áhrifavöldum sem birtast bæði í tímaritum og á samfélagsmiðlum eiga til að sýna.

Hefur ekkert að fela

Líkamsvirðing | 20. apríl 2023

Leikkonan Rachel McAdams er ófeimin við að sýna heiminum raunverulegu …
Leikkonan Rachel McAdams er ófeimin við að sýna heiminum raunverulegu útgáfuna af sjálfri sér. Samsett mynd

Kanadíska leikkonan Rachel McAdams er lítt hrifin af „sannleikanum“ sem ljósmyndir af Hollywood–stjörnum og áhrifavöldum sem birtast bæði í tímaritum og á samfélagsmiðlum eiga til að sýna.

Kanadíska leikkonan Rachel McAdams er lítt hrifin af „sannleikanum“ sem ljósmyndir af Hollywood–stjörnum og áhrifavöldum sem birtast bæði í tímaritum og á samfélagsmiðlum eiga til að sýna.

Í nýlegri myndatöku var leikkonan þar af leiðandi ekkert að fela sig og sýndi hárin í handakrikanum með stolti og bað einnig um að ljósmyndirnar yrðu lítið sem ekkert unnar í eftirvinnslu. 

„Þetta er líkaminn minn og mér finnst svo mikilvægt að hann endurspegli raunveruleikann,“ sagði Mean Girls–stjarnan. 

Í myndatökunni sem birtist í Bustle Magazine klæddist leikkonan nokkrum fallegum fatasettum og var andlitsförðun haldið í algjöru lágmarki. Leikkonan passaði einnig upp á það að myndunum yrði breytt eins lítið og mögulegt væri. 

View this post on Instagram

A post shared by Bustle (@bustle)

mbl.is