Endurheimta sína upprunalegu rassa

Líkamsvirðing | 21. apríl 2023

Endurheimta sína upprunalegu rassa

Konur í New York eru á fullu að láta fjarlægja fitu úr rassinum á sér sem þær borguðu að vísu stórfé fyrir til þess að byrja með. Brasilíska rassalyftingin virðist því eitthvað vera að tapa vinsældum sínum þar í borg. 

Endurheimta sína upprunalegu rassa

Líkamsvirðing | 21. apríl 2023

Nicki Minaj og Blac Chyna eiga smá þátt upprunalegum vinsældum …
Nicki Minaj og Blac Chyna eiga smá þátt upprunalegum vinsældum aðgerðarinnar en Blac Chyna hefur nú fjarlægt fyllingarnar úr rasskinnum sínum. Samsett mynd

Konur í New York eru á fullu að láta fjarlægja fitu úr rassinum á sér sem þær borguðu að vísu stórfé fyrir til þess að byrja með. Brasilíska rassalyftingin virðist því eitthvað vera að tapa vinsældum sínum þar í borg. 

Konur í New York eru á fullu að láta fjarlægja fitu úr rassinum á sér sem þær borguðu að vísu stórfé fyrir til þess að byrja með. Brasilíska rassalyftingin virðist því eitthvað vera að tapa vinsældum sínum þar í borg. 

Aðgerðin sem hefur verið mjög vinsæl á undanförnum árum, enda margar konur sem leituðust eftir að hafa rass í líkingu við afturenda Kim Kardashian, Blac Chyna eða Nicki Minaj, sogar fitu úr öðrum pörtum líkamans og sprautar í rassinn til þess að auka við stærð hans og lagfæra lögun. 

„Þær líta út eins og teiknimyndapersónur“

Nú virðist sem tíma „stórra óekta rassa“ sé að ljúka þar sem konur eru að greiða upp undir 3.500.000 milljóna íslenskra króna til þess að endurheimta sína upprunalega rassa.

Dr. Ryan Neinstein, lýtalæknir á Fifth Avenue, sagði við Page Six: „Þó það sé auðvelt að gera tilraunir með fatnað og ólíkar hárgreiðslur þá á skurðaðgerð að miða að tímalausri fegurð.“

Neinstein minntist einnig á að vinsælasta aðgerðin þessa dagana væri að fjarlægja fyllingar úr rasskinnum. „Þessar konur geta ekki gengið niður götuna, þægilega í eigin skinni á meðan þær líta út eins og teiknimyndapersónur.“

Lýtaaðgerðaaðdáandinn Blac Chyna, lét nýlega fjarlæga fyllingarnar sínar sem hluti af einhvers konar andlegu ferðalagi sem hún er búin að vera í. 

View this post on Instagram

A post shared by Blac Chyna 💋 (@blacchyna)mbl.is