„Heiður að hafa upplifað þetta“

Kóngafólk | 6. maí 2023

„Heiður að hafa upplifað þetta“

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og heiður að hafa upplifað þetta,“ segir Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari, en hún er stödd í Lundúnum í Bretlandi þar sem krýning Karls III. Bretakonungs fór fram í dag.

„Heiður að hafa upplifað þetta“

Kóngafólk | 6. maí 2023

Eva Björk ljósmyndari eyddi deginum í Hyde Park í Lundúnum.
Eva Björk ljósmyndari eyddi deginum í Hyde Park í Lundúnum. Ljósmynd/Eva Björk

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og heiður að hafa upplifað þetta,“ segir Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari, en hún er stödd í Lundúnum í Bretlandi þar sem krýning Karls III. Bretakonungs fór fram í dag.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og heiður að hafa upplifað þetta,“ segir Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari, en hún er stödd í Lundúnum í Bretlandi þar sem krýning Karls III. Bretakonungs fór fram í dag.

Eva eyddi deginum í Hyde Park þar sem fólk kom saman og horfði á krýninguna í beinni útsendingu.

„Það eru þúsundir manna á götunum og í Hyde Park var ótrúlega margt fólk. Þetta er náttúrulega bara eins og þjóðhátíðardagur í Bretlandi,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari.
Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari. Ljósmynd/Aðsend

Öðruvísi upplifun

Hún segir mikinn viðbúnað hafa verið í höfuðborginni í dag, en þúsundir lögreglumanna frá ýmsum löndum voru að störfum.

Mikill viðbúnaður var í Lundúnum í dag.
Mikill viðbúnaður var í Lundúnum í dag. Ljósmynd/Eva Björk

„Þetta var mikil upplifun, ég viðurkenni það. Maður hefur upplifað alls konar hluti í gegnum myndavélina, en þetta er öðruvísi upplifun, að vera á svona viðburði í svona stóru ríki og sjá allt fólkið.

Ég er í miðbænum núna og þar eru alls konar markaðir. Það er mikið líf hérna og tónlist á götunum og fólk alls staðar.“

Margir voru með kórónur á höfðinu í tilefni dagsins.
Margir voru með kórónur á höfðinu í tilefni dagsins. Ljósmynd/Eva Björk

„Fólk kysstist og faðmaðist“

Eva var mætt í Hyde Park um tíuleytið í morgun og var fólk ýmist að streyma að eða búið að koma sér fyrir. Margir hafi verið klæddir í búninga með kórónur á höfðinu. Mikið rigndi í Lundúnum í dag en Eva segir það ekki hafa komið að sök.

Margt fólk var saman komið til að horfa á krýningu …
Margt fólk var saman komið til að horfa á krýningu Karls. Ljósmynd/Eva Björk

„Fyrir mörgum er þetta mjög stórt og ég fann það alveg í dag. Það var þögn á meðan á krýningunni stóð af því að fólk vildi fylgjast með þessu. Þetta var mjög hátíðlegt og fólk kysstist og faðmaðist á eftir.“

Ljósmynd/Eva Björk

„Þetta er búið að vera ánægjuleg upplifun og gaman að vera örlítill þátttakandi í þessum stóra viðburði,“ segir Eva Björk að lokum.

Mikið líf er í Lundúnum.
Mikið líf er í Lundúnum. Ljósmynd/Eva Björk
Flugvélar flugu yfir borgina að krýningunni lokinni.
Flugvélar flugu yfir borgina að krýningunni lokinni. Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is