Sjálfumyndir ekki sjálfsagðar hjá kóngafólkinu

Sjálfumyndir ekki sjálfsagðar hjá kóngafólkinu

Katrín hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda sinna með því að sitja fyrir á sjálfumyndum með þeim. Kóngafjölskyldan hefur þó ekki alltaf verið til í slíkar myndatökur.

Sjálfumyndir ekki sjálfsagðar hjá kóngafólkinu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 6. maí 2023

Katrín er dugleg að sitja fyrir á sjálfum.
Katrín er dugleg að sitja fyrir á sjálfum. AFP

Katrín hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda sinna með því að sitja fyrir á sjálfumyndum með þeim. Kóngafjölskyldan hefur þó ekki alltaf verið til í slíkar myndatökur.

Katrín hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda sinna með því að sitja fyrir á sjálfumyndum með þeim. Kóngafjölskyldan hefur þó ekki alltaf verið til í slíkar myndatökur.

Konungsfjölskyldan hefur ekki sett neinar reglur hvað „sjálfur“ varðar en hún má þó ekki veita eiginhandaáritanir til þess að fyrirbyggja að þær gangi kaupum og sölum.

Fyrst þegar myndasímar komu á markað virtist kóngafólkið vilja forðast að láta taka slíkar myndir af sér með almenningi. Síðan þá hefur orðið viðsnúningur og var fyrsta sjálfumyndin með Karli III. tekin árið 2014.

Í kjölfarið fylgdu aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar eins og til dæmis Sophie hertogynja af Edinborg og Harry prins og Meghan hertogynja.

Elísabet II. drottning var hins vegar ekki hrifin af slíkum myndum og afþakkaði alltaf kurteisilega ef einhver bað hana um að sitja fyrir á mynd með sér.

Vilhjálmur prins hefur áður gert grín að hann sé með ofnæmi fyrir sjálfum og Harry sagði eitt sinn unglingi að sjálfur væru slæmar og að hann ætti bara að taka venjulegar myndir.

Afstaða Vilhjálms hefur þó mildast og hann hefur meira að segja tekið sjálfur tekið síma aðdáenda og smellt af einni sjálfu með þeim. Katrín hefur þó alltaf verið til í sjálfur og virðist bara fagna beiðnunum um sjálfur.

Heppnir aðdáendur fengu mynd af sér með Katrínu prinsessu.
Heppnir aðdáendur fengu mynd af sér með Katrínu prinsessu. AFP
Katrín vekur lukku meðal aðdáenda fyrir að vera vinsamleg og …
Katrín vekur lukku meðal aðdáenda fyrir að vera vinsamleg og alþýðleg. AFP
mbl.is