Prinsessa endurnýtti gamlan kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. maí 2023

Prinsessa endurnýtti gamlan kjól

Katrín prinsessa af Wales er þekkt fyrir að vera nægjusöm og nýtin rétt eins og Elísabet II Bretadrottning. Hún lætur oft sjá sig í sama kjólnum oftar en einu sinni og hikar þá ekki við að láta breyta kjólunum eða para aðra fylgihluti við til þess að hressa upp á heildarútlitið. 

Prinsessa endurnýtti gamlan kjól

Kóngafólk í fjölmiðlum | 19. maí 2023

Katrín prinsessa af Wales var hress í konunglegri garðveislu í …
Katrín prinsessa af Wales var hress í konunglegri garðveislu í Buckinghamhöll. AFP

Katrín prinsessa af Wales er þekkt fyrir að vera nægjusöm og nýtin rétt eins og Elísabet II Bretadrottning. Hún lætur oft sjá sig í sama kjólnum oftar en einu sinni og hikar þá ekki við að láta breyta kjólunum eða para aðra fylgihluti við til þess að hressa upp á heildarútlitið. 

Katrín prinsessa af Wales er þekkt fyrir að vera nægjusöm og nýtin rétt eins og Elísabet II Bretadrottning. Hún lætur oft sjá sig í sama kjólnum oftar en einu sinni og hikar þá ekki við að láta breyta kjólunum eða para aðra fylgihluti við til þess að hressa upp á heildarútlitið. 

Nú síðast klæddist hún kjól frá Elie Saab. Tilefnið var garðveisla við Buckinghamhöll í tilefni af krýningu konungs. En hún klæddist fyrst kjólnum á Ascot veðreiðunum árið 2019. Að þessu sinni breytti hún engu nema eyrnalokkunum.  

Þess má einnig geta að Sophie hertogynja af Edinborg var við sama tilefni einnig í gömlum kjól frá Suzannah sem hún klæddist fyrst á Ascot veðreiðunum árið 2022.

Prinsessan endurnýtti gamlan kjól frá Elie Saab.
Prinsessan endurnýtti gamlan kjól frá Elie Saab. AFP
Blái liturinn var ráðandi hjá kóngafólkinu. Það var bara Játvarður …
Blái liturinn var ráðandi hjá kóngafólkinu. Það var bara Játvarður sem skar sig úr með rautt bindi. Sophie var líka að endurnýta gamlan kjól. AFP
Alltaf glæsileg.
Alltaf glæsileg. AFP
Katrín og Vilhjálmur árið 2019.
Katrín og Vilhjálmur árið 2019. AFP
mbl.is