Guðdómlegt sumarhús í Póllandi

Gisting | 3. júní 2023

Guðdómlegt sumarhús í Póllandi

Á gríðarstóru túni rétt fyrir utan Krogulec í Póllandi er að finna sérlega sjarmerandi 60 fm sumarhús sem hefur verið innréttað á fallegan máta. 

Guðdómlegt sumarhús í Póllandi

Gisting | 3. júní 2023

Þetta fallega sumarhús er að finna í sveitasælunni í Póllandi.
Þetta fallega sumarhús er að finna í sveitasælunni í Póllandi. Samsett mynd

Á gríðarstóru túni rétt fyrir utan Krogulec í Póllandi er að finna sérlega sjarmerandi 60 fm sumarhús sem hefur verið innréttað á fallegan máta. 

Á gríðarstóru túni rétt fyrir utan Krogulec í Póllandi er að finna sérlega sjarmerandi 60 fm sumarhús sem hefur verið innréttað á fallegan máta. 

Húsið vekur strax athygli að utan, enda áberandi að þar er ró og notalegheit í aðalhlutverki. Naumhyggjan er allsráðandi auk náttúrulegrar og látlausrar litapallettu í bland við einstaka dekkri liti sem skapa skemmtilegan karakter. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými með stórum glugga. Eldhúsið er stílhreint með fallegri svartri innréttingu og skemmtilegum flísum, en í stað efri skápa má sjá einfaldar hillur með fallegum eldhúsmunum sem gefur rýminu léttara yfirbragð. 

Náttúruparadís allt í kring

Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í sumarhúsinu sem hafa bæði einstakan sjarma. Bastljós í svefnherberginu skapa notalega stemningu á meðan falleg baðinnrétting með frístandandi vaski og ílöngum spegli gefa fágað yfirbragð.

Fyrir framan húsið er glæsileg verönd með snyrtilegum palli og guðdómlegu útsýni yfir náttúruparadísina sem umlykur eignina. Þar hefur formfögrum stólum verið komið fyrir við eldstæði.

Eignin er til útleigu á Airbnb, en þar er pláss fyrir allt að fjóra gesti hverju sinni. Nóttin yfir sumartímann kostar 110 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 15 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is