Davíð og Isabella giftu sig í garðinum

Brúðkaup | 14. ágúst 2023

Davíð og Isabella giftu sig í garðinum

Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isaballa Lu Warberg gengu í hjónaband 5. ágúst eða um verslunarmannahelgina. Brúðkaupið fór fram hérlendis og var slegið upp veislu á heimili nýbökuðu hjónanna á Seltjarnarnesi. Risatjaldi var komið fyrir í garðinum við heimili þeirra þar sem yfir 100 manns sátu til borðs. Ekkert var sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast. 

Davíð og Isabella giftu sig í garðinum

Brúðkaup | 14. ágúst 2023

Davíð Helgason og Isabella Lu Warburg gengu í hjónaband um …
Davíð Helgason og Isabella Lu Warburg gengu í hjónaband um verslunarmannahelgina. Ljósmynd/Samsett

Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isaballa Lu Warberg gengu í hjónaband 5. ágúst eða um verslunarmannahelgina. Brúðkaupið fór fram hérlendis og var slegið upp veislu á heimili nýbökuðu hjónanna á Seltjarnarnesi. Risatjaldi var komið fyrir í garðinum við heimili þeirra þar sem yfir 100 manns sátu til borðs. Ekkert var sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast. 

Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isaballa Lu Warberg gengu í hjónaband 5. ágúst eða um verslunarmannahelgina. Brúðkaupið fór fram hérlendis og var slegið upp veislu á heimili nýbökuðu hjónanna á Seltjarnarnesi. Risatjaldi var komið fyrir í garðinum við heimili þeirra þar sem yfir 100 manns sátu til borðs. Ekkert var sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast. 

Ástin á milli þeirra kviknaði fyrir örfáum árum síðan og eiga þau saman son sem fæddist í janúar 2022. 22 ára aldursmunur er á parinu. Hann er fæddur 1977 en hún 1999. Um er að ræða hans annað hjónaband og á hann börn úr fyrra sambandi. 

Davíð hefur verið áberandi í viðskiptalífinu og kastljósið beindist að honum þegar hann komst á milljarðamæringalista Forbest fyrir um tveimur árum. Árið síðar féll hann af listanum.

Davíð hefur verið áberandi eftir að hann flutti til Íslands. Hans fyrsta verk var að kaupa sér eitt glæsilegasta hús landsins sem er staðsett við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi. Húsið var hannað af Gláma Kím arkitektastofunni og þykir mikið hönnunarundur. Húsið var áður í eigu Skúla Mogensen viðskiptamanns. Stuttu síðar keypti hann lóðina við hliðina á, Hrólfsskálavör 1. 

Horft yfir Hrólfsskálavör 2. Þar sést hvernig garðurinn lítur út …
Horft yfir Hrólfsskálavör 2. Þar sést hvernig garðurinn lítur út og hvernig hægt var að nýta þennan framúrskarandi stað til veisluhalda.

Brúðkaup í stórkostlegu umhverfi! 

Brúðkaupið fór fram á heimili þeirra Davíðs og Warberg og var ekkert til sparað til að hafa upplifun gestanna sem sterkasta. Húsið eitt og sér og staðsetning hefði kannski átt að duga en til þess að gera þetta ennþá stórkostlegra var risatjaldi komið fyrir á lóðinni og var það skreytt hátt og lágt. Heimilið sjálft var líka skreytt hátt og lágt - þó ekki með gasblöðrum eða skrani af Ali Express heldur lifandi blómum. Umhverfið í kringum húsið var líka skreytt.  

Hjónin fengu Bryndísi Eir blómaskreyti og blómaskreytingakennara við Garðyrkjuskólann á Reykjum til þess að auka töfrana svo um munar. Þemað var íslensk náttúra. Svona til þess að toppa það sem hægt er að toppa þá var hvítum flygli komið fyrir á veröndinni fyrir utan húsið við sjóinn og búin til sæti fyrir gestina með heystökkum. 

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina, framtíðina og brúðkaupið! 

mbl.is