Instagram: Vorhugur í léttklæddum landsmönnum

Hverjir voru hvar | 4. mars 2024

Instagram: Vorhugur í léttklæddum landsmönnum

Vikan var fjörug og fjölbreytt á Instagram. Það er greinilega vorhugur í landsmönnum sem voru á ferð og flugi, en á meðan LXS-skvísurnar skelltu sér til Marokkó og böðuðu sig í sólinni í bikiníum skellti þjálfarinn Gummi Emil sér léttklæddur á Esjuna – hann lætur kuldann sannarlega ekki stoppa sig!

Instagram: Vorhugur í léttklæddum landsmönnum

Hverjir voru hvar | 4. mars 2024

Það er greinilega vorhugur í landsmönnum!
Það er greinilega vorhugur í landsmönnum! Samsett mynd

Vikan var fjörug og fjölbreytt á Instagram. Það er greinilega vorhugur í landsmönnum sem voru á ferð og flugi, en á meðan LXS-skvísurnar skelltu sér til Marokkó og böðuðu sig í sólinni í bikiníum skellti þjálfarinn Gummi Emil sér léttklæddur á Esjuna – hann lætur kuldann sannarlega ekki stoppa sig!

Vikan var fjörug og fjölbreytt á Instagram. Það er greinilega vorhugur í landsmönnum sem voru á ferð og flugi, en á meðan LXS-skvísurnar skelltu sér til Marokkó og böðuðu sig í sólinni í bikiníum skellti þjálfarinn Gummi Emil sér léttklæddur á Esjuna – hann lætur kuldann sannarlega ekki stoppa sig!

Funheit! 

Ljósmyndarinn Ína María Einarsdóttir tók sig vel út í hvítum kjól í Fez í Marokkó þar sem LXS-skvísurnar eru í tökum á nýjum sjónvarpsþáttum. 

Kom sjálfri sér á óvart í lánskjól! 

Aldís Amah Hamilton leikkona leigði sér kjól fyrir frumsýningu. 

„Grænn var óvæntur litur kvöldsins og var frumsýningardressið engin undantekning. Þessi guuuullfallegi kjóll lét mér líða eins og drottningu og ég raunverulega hlakka til að „endur“ nýta hann á öðrum viðburði. Mér líður eins og fyrir u.þ.b. áratug en þá hefði það verið ótrúlega hallærislegt að LEIGJA sér flík fyrir viðburð. Núna er það að verða normið þökk sé fyrirtækjum á borð við Spjöru og ég dýrka það. Tískuiðnaðurinn er svo mengandi og eldur á þrælkun og ofnýtingu afurða. Þess vegna er svo mikilvægt að við takmörkum neyslu og endurnýtum föt og flíkur eftir bestu getu. T.d. með því að leigja þær. Rauði Krossinn ræður varla við fleiri fatapoka og megnið af fatnaði endar sem mengunarefni á fatahaugum (enda þarf enginn gerviefnadjammbolinn sem þú keyptir þér 2007 og entist bara eitt kvöld),“ segir Aldís á Instagram-síðu sinni. 

Frumsýningafjör!

Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson birti myndir frá fjörugri frumsýningahelgi á söngleiknum Frosti í Þjóðleikhúsinu. Hann fer þar á kostum ásamt framúrskarandi hópi leikara.

Fjör á Akureyri!

Sara Jasmín Sigurðardóttir átti góða daga í skíðabrekku Hlíðarfjalls á Akureyri. 

Töfrandi umhverfi í Marokkó!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur notið hverrar mínútu á ferðalagi sínu um Marokkó. Hún er þar stödd ásamt meðlimum LXS-hópsins við tökur á nýrri sjónvarpsþáttaseríu.

Deildi reynslu sinni og ráðum!

Tanja Ýr Ástþórsdóttir kíkti norður og fór með erindi fyrir nemendur Háskólans á Akureyri. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Sól, sjór og slökun!

Rúrik Gíslason birti fleiri myndir frá ferðalagi sínu í Mexíkó. Þar gist­ir hann á hót­eli sem er und­ir hatti Ed­iti­on-hót­elkeðjunn­ar.

Fagnaði ástinni!

Plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir fagnaði fjögurra ára sambandsafmæli sínu og Báru Guðmundsdóttur með fallegri mynd. 

Á fleygiferð!

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er að slá í gegn á tónleikaferð sinni um heiminn. Hún var með tónleika í Mílanó á dögunum en tók sér einnig tíma til að skoða borgina eins og sannur ferðamaður.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Afmælisskvísa í trylltum kjól!

Friðþóra Sigurjónsdóttir, kærasta tónlistarmannsins Patriks Atlasonar eða Prettyboitjokko, hélt upp á afmælið sitt með stæl. Parið er greinilega með tískuna á hreinu, en hún klæddist rosalega flottum kjól og bauð gestum upp á köku og kokteila. 

Gellur og gigg!

TikTok-stjarnan og tónlistarmaðurinn Eg­ill Breki Scheving átti góða helgi á Akureyri þar sem hann hékk meðal annars með ofurgellunum Tönju Ýr Ástþórsdóttur og Brynhildi Gunnlaugsdóttur. 

View this post on Instagram

A post shared by egillbreki (@egillbreki)

Ber að ofan! 

Heilsufrömuðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson stillti sér upp þegar hann kom að Steini á Esjunni. Sannkallaður Herkúles!

Blómarós á Balí!

Naglafræðingurinn Auður Gísladóttir nýtur lífsins á Balí.

Dorrit kíkti á sýningu!

Dorrit Moussaieff er ein af þeim sem kíkti á listasýningu Halldórs Ragnarssonar í Portfolio Galleri. 

Ofurskvísa í Marokkó!

Raunveruleikastjarnan og hlaðvarpsstjórnandinn Ástrós Traustadóttir er líka stödd í Marokkó með LXS-hópnum. 

mbl.is