Sýna dæmi um breytingar á mynd prinsessunnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. mars 2024

Sýna dæmi um breytingar á mynd prinsessunnar

Ein af fréttaveitunum fjórum sem drógu til baka mynd af Katrínu prinsessu af Wales og börnunum hennar í gærkvöldi, AFP, hefur gefið út dæmi um myndbreytingar sem gerðar voru á mynd af fjölskyldunni. 

Sýna dæmi um breytingar á mynd prinsessunnar

Kóngafólk í fjölmiðlum | 11. mars 2024

Myndin af fjölskyldunni sem fréttaveiturnar afturkölluðu úr kerfum sínum.
Myndin af fjölskyldunni sem fréttaveiturnar afturkölluðu úr kerfum sínum. Ljósmynd/Kensingtonhöll

Ein af fréttaveitunum fjórum sem drógu til baka mynd af Katrínu prinsessu af Wales og börnunum hennar í gærkvöldi, AFP, hefur gefið út dæmi um myndbreytingar sem gerðar voru á mynd af fjölskyldunni. 

Ein af fréttaveitunum fjórum sem drógu til baka mynd af Katrínu prinsessu af Wales og börnunum hennar í gærkvöldi, AFP, hefur gefið út dæmi um myndbreytingar sem gerðar voru á mynd af fjölskyldunni. 

Greint var frá því í gær að fjórar af stærstu fréttaveitum heims hefðu varað fjölmiðla við notkun myndarinnar eftir að í ljós kom að átt hefði verið við hana.

Í morgun sendi Katrín frá sér afsökunarbeiðni þar sem hún sagðist stundum prófa breytingar á myndum eins og margir áhugaljósmyndarar.

Bent er á nokkrar breytingar sem gerðar hafa verið á …
Bent er á nokkrar breytingar sem gerðar hafa verið á myndinni. AFP

Benda á þrjár augljósar breytingar

Fréttaveita AFP hefur nú sýnt dæmi um myndbreytingarnar, en þar má sjá misskiptingu á rennilás Katrínar og dökka sýnilega línu fyrir neðan.

Þá vantar einnig hluta af ermi Karlottu prinsessu og hárið á henni endar snögglega við öxl hennar.

Myndin er sögð hafa verið tekin af Vilhjálmi prins, eiginmanni Katrínar, í síðustu viku, en þetta er fyrsta myndin sem birtist af prinsessunni eftir að hún gekkst undir aðgerð í janúar. 

mbl.is