Verður metið frá 2018 jafnað?

Ferðamenn á Íslandi | 7. maí 2024

Verður metið frá 2018 jafnað?

Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.

Verður metið frá 2018 jafnað?

Ferðamenn á Íslandi | 7. maí 2024

Gangi spá bankans eftir verða ferðamenn um það bil jafnmargir …
Gangi spá bankans eftir verða ferðamenn um það bil jafnmargir á þessu ári og þeir voru á metárinu 2018, um 2,3 milljónir, eða ríflega 3% fleiri en í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.

Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerir Landsbankinn ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. 

Bent er á, að ferðamönnum hafi fjölgað hratt eftir heimsfaraldurinn og vöxtur greinarinnar síðustu ár hafi verið töluverður á meðan hún var að ná sér aftur á strik.

„Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og verði um 2,3 milljónir. Við gerum einnig ráð fyrir að greinin skili meiri útflutningsverðmætum en á síðasta ári og þar með mestu verðmætum frá upphafi,“ segir í Hagsjánni.

Fram kemur, að sætaframboð íslensku flugfélaganna í ferðum til landsins yfir sumarið bendi til þess að gera megi ráð fyrir góðu ferðasumri. Það hafi verið um 2% fleiri hótelherbergi í boði á landinu í mars á þessu ári en í mars í fyrra, samkvæmt talningu Hagstofunnar, sem bendi sömuleiðis til þess að greinin sé að vaxa.

„Í heild gerum ráð fyrir að útflutningsverðmæti greinarinnar aukist á milli ára, sem þýðir að árið í ár verði stærsta ferðaþjónustuárið hingað til. Við teljum að ferðaþjónustan haldi svo áfram að vaxa hægt og rólega næstu ár á eftir, að ferðamenn verði 2,4 milljónir árið 2025 og 2,5 milljónir árið 2026.“



mbl.is