Var rétt hjá þegar eldgosið hófst

Ferðamenn á Íslandi | 14. febrúar 2024

Var rétt hjá þegar eldgosið hófst

Ljósmyndarinn Paul Zizka var staddur hér á landi ásamt hópi erlendra ljósmyndara þegar eldgos hófst á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells að morgni 8. febrúar. Hópurinn gisti á hóteli stutt frá gossvæðinu sem þurfti að rýma í hraði. Zizka lýsir upplifuninni sem ógleymanlegri í samtali við CBS News

Var rétt hjá þegar eldgosið hófst

Ferðamenn á Íslandi | 14. febrúar 2024

Eldgos hófst að morgni 8. febrúar á milli Sundhnúks og …
Eldgos hófst að morgni 8. febrúar á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósmyndarinn Paul Zizka var staddur hér á landi ásamt hópi erlendra ljósmyndara þegar eldgos hófst á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells að morgni 8. febrúar. Hópurinn gisti á hóteli stutt frá gossvæðinu sem þurfti að rýma í hraði. Zizka lýsir upplifuninni sem ógleymanlegri í samtali við CBS News

Ljósmyndarinn Paul Zizka var staddur hér á landi ásamt hópi erlendra ljósmyndara þegar eldgos hófst á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells að morgni 8. febrúar. Hópurinn gisti á hóteli stutt frá gossvæðinu sem þurfti að rýma í hraði. Zizka lýsir upplifuninni sem ógleymanlegri í samtali við CBS News

Hópurinn samanstóð af 14 ljósmyndurum sem höfðu verið á ferðalagi um landið til að taka náttúruljósmyndir. Þau ákváðu að enda ferðina á Reykjanesi til þess að heimsækja Bláa Lónið. Plönin breyttust hins vegar hratt þegar þau voru vakin upp snemma morguns við rýmingu vegna eldgossins.

„Þetta var mjög viðburðarík leið til að enda ferðalagið okkar, ég get sagt ykkur það,“ segir Zizka. Hann bætir við að sumir hópmeðlimir hafi vaknað við jarðskjálfta klukkan 5.30 á meðan aðrir hafi verið steinsofandi þegar starfsmenn börðu á herbergisdyr hótelsins og sögðu að það þyrfti að rýma svæðið vegna þess að byrjað væri að gjósa. 

„Á innan við 20 mínútum vorum við öll komin út á bílastæði með farangurinn okkar undir þessari gríðarstóru appelsínulituðu súlu sem reis á bak við fjallið,“ segir Zizka.

Hápunkturinn að ná ljósmyndum af gosinu

Auk hópsins voru um 15 aðrir að gista á hótelinu og voru allir gestir ferjaðir til nærliggjandi bæja í öruggt skjól. Zizka segir hópinn hafa komist út af svæðinu rétt í tæka tíð áður en hraun fór yfir veginn, en þegar hópurinn var kominn í öruggt skjól fengu þau að stoppa og taka mynd af gosinu úr hæfilegri fjarlægð. Zizka segir það hafa verið hápunkt ferðarinnar. 

„Um fimm mínútum eftir að lagt var af stað var gosið loksins í sjónarmáli. Við sáum þessar miklu hraunsúlur skjótast upp og niður, ég held þær hafi farið 50 til 80 metra upp í loftið. Allt var appelsínugult ... snjórinn endurkastaði litnum út um allt. Það var vægast sagt ógleymanlegt,“ rifjar hann upp. 

mbl.is