Næsta ár gæti orðið metár í ferðaþjónustu

Ferðamenn á Íslandi | 31. desember 2023

Næsta ár gæti orðið metár í ferðaþjónustu

Spár gera ráð fyrir hóflegri fjölgun ferðamanna árið 2024. Gangi þær eftir verður árið 2024 nýtt metár í ferðamennsku hér á landi. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í áramótakveðju sinni.

Næsta ár gæti orðið metár í ferðaþjónustu

Ferðamenn á Íslandi | 31. desember 2023

Ferðamenn virða fyrir sér eldgosið við Litla Hrút í sumar.
Ferðamenn virða fyrir sér eldgosið við Litla Hrút í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spár gera ráð fyrir hóflegri fjölgun ferðamanna árið 2024. Gangi þær eftir verður árið 2024 nýtt metár í ferðamennsku hér á landi. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í áramótakveðju sinni.

Spár gera ráð fyrir hóflegri fjölgun ferðamanna árið 2024. Gangi þær eftir verður árið 2024 nýtt metár í ferðamennsku hér á landi. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í áramótakveðju sinni.

Síðasta metár var árið 2018 og líklegt er að árið sem nú er senn að líða verði ámóta og hið fyrrnefnda, að sögn Bjarnheiðar.

„Áhrif heimsfaraldursins á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja fara nú hratt dvínandi og á það einnig við um áhrif á eftirspurn, sem óx hlutfallslega mjög mikið beint í kjölfar hans. Það má því segja að ástandið sé að verða nokkuð eðlilegt aftur, þó vissulega glími mörg fyrirtæki ennþá við neikvæðar fjárhagslegar afleiðingar,“ segir hún.

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/Hákon

Skattspor ferðaþjónustunnar um 155 milljarðar króna

Hún segir það vonbrigði að stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun með litlum sem engum fyrirvara að leggja á gistináttaskatt á ný. Ákjósanlegra hefði verið „að hinkra við og bíða eftir niðurstöðum aðgerðaáætlunar um gjaldtöku af greininni til framtíðar“.

Þá tekur Bjarnheiður fram að samkvæmt greiningu sem Reykjavík Economics gerðu fyrir SAF sé skattspor ferðaþjónustunnar, með tilliti til einkennandi greina ferðaþjónustu samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands, um 155 milljarðar króna.

„Þó er ljóst, að skattsporið er ennþá hærra, þar sem margir augljósir þættir eru ekki teknir með í reikninginn, þar sem þeir falla ekki undir „einkennandi greinar“ ferðaþjónustu,“ segir hún.

mbl.is