Byggja nýtt hótel í miðborginni

Húsnæðismarkaðurinn | 24. janúar 2024

Byggja nýtt hótel í miðborginni

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýtt hótel á Grandagarði í vor. Hótelið verður með um hundrað herbergjum og byggt við hlið Alliance-hússins. Á jarðhæð hótelbyggingarinnar verður verslun og þjónusta.

Byggja nýtt hótel í miðborginni

Húsnæðismarkaðurinn | 24. janúar 2024

Horft frá Grandagarði. Fyrirhugað 100 herbergja hótel verður byggt norðan …
Horft frá Grandagarði. Fyrirhugað 100 herbergja hótel verður byggt norðan við Alliance-húsið og við hlið fjölbýlishússins á Mýrargötu 26. Teikning/Gláma Kím

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýtt hótel á Grandagarði í vor. Hótelið verður með um hundrað herbergjum og byggt við hlið Alliance-hússins. Á jarðhæð hótelbyggingarinnar verður verslun og þjónusta.

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýtt hótel á Grandagarði í vor. Hótelið verður með um hundrað herbergjum og byggt við hlið Alliance-hússins. Á jarðhæð hótelbyggingarinnar verður verslun og þjónusta.

Þorvaldur segir stefnt að því að hefja jarðvinnu í vor og uppsteypu næsta haust. Gangi það eftir sé raunhæft að hótelið verði tilbúið fyrir sumarið 2026.

Það komi vel til greina að leigja hótelið til rekstraraðila. Jafnframt komi til greina að húsbyggjandinn, ÞG Verk, fari með reksturinn en ekkert sé útilokað í þessum efnum.

Hér til hliðar má sjá teikningar arkitektastofunnar Glámu Kíms af fyrirhugaðri nýbyggingu sem verður reist á bílastæðinu norðan og vestan við Alliance-húsið. Milli bílastæðisins og Alliance-hússins er nú einnar hæðar viðbygging sem verður rifin. Tekið skal fram að hönnuninni er ekki lokið.

Horft frá Mýrargötu. Hér má sjá hvernig Alliance-húsið mun líta …
Horft frá Mýrargötu. Hér má sjá hvernig Alliance-húsið mun líta út endurgert. Hótelið verður norðan við húsið. Teikning/Gláma Kím

Ytra byrðið friðað

Spurður um afdrif Alliance-hússins segir Þorvaldur að húsið verði allt gert upp en ytra byrðið sé friðað.

Á vef Minjastofnunar segir að húsið hafi verið byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsameistara og sé það „talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi sem dæmi um glæsilegt höfundarverk hans“.

„Húsið var byggt sem saltverkunarhús og hefur mikið menningarsögulegt gildi sem vitnisburður um þá atvinnustarfsemi er eitt sinn einkenndi gamla Vesturbæinn. Það er lítið breytt frá upprunalegri gerð og hefur mikið gildi fyrir umhverfi sitt á hafnarsvæðinu,“ segir þar jafnframt.

Borgin hefur sem kunnugt er sett kvóta, eða hámark, á uppbyggingu hótela í miðborginni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út þriðjudaginn 23. janúar. 

mbl.is