Meindýraeyðar neita að segja frá veggjalús

Ferðamenn á Íslandi | 19. mars 2024

Meindýraeyðar neita að segja frá veggjalús

Meindýraeyðar á Suðurlandi neita að veita Heilbrigðiseftirliti Suðurlands upplýsingar um það hvar þeir sinna verkefnum þar sem verið er að eyða meindýrum. Gefa þeir upp þá ástæðu að þeir séu bundnir trúnaði við viðskiptavini sína.  

Meindýraeyðar neita að segja frá veggjalús

Ferðamenn á Íslandi | 19. mars 2024

Meindýraeyðar á Suðurlandi veita heilbrigðiseftirlitinu ekki upplýsingar um það hvar …
Meindýraeyðar á Suðurlandi veita heilbrigðiseftirlitinu ekki upplýsingar um það hvar þeir sinna verkefnum. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Meindýraeyðar á Suðurlandi neita að veita Heilbrigðiseftirliti Suðurlands upplýsingar um það hvar þeir sinna verkefnum þar sem verið er að eyða meindýrum. Gefa þeir upp þá ástæðu að þeir séu bundnir trúnaði við viðskiptavini sína.  

Meindýraeyðar á Suðurlandi neita að veita Heilbrigðiseftirliti Suðurlands upplýsingar um það hvar þeir sinna verkefnum þar sem verið er að eyða meindýrum. Gefa þeir upp þá ástæðu að þeir séu bundnir trúnaði við viðskiptavini sína.  

Þetta segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlandi,  spurð hvort stofnunin hafi orðið vör við aukna tíðni veggjalúsa á gististöðum á Suðurlandi.  

Hún segir þessa afstöðu meindýraeyða til trafala fyrir stofnunina en hún hafi þó engin úrræði til að neyða menn til að segja frá hvar þeir sinna viðskiptavinum sínum. 

„Þeir eru tregir til að gefa okkur upplýsingar, sem þeir eiga samt að gera. Þeir telja sig bundna trúnaði við sína viðskiptavini. Það eru svörin sem við fáum,“ segir Sigrún.  

Hún segir þetta ekki einungis eiga við um tiltekna meindýraeyða, menn á þessum starfsvettvangi haldi almennt trúnað við viðskiptavini.

Geta ekki fylgt eftir málum 

Hún segir veggjalúsina erfiða að eiga við en bætir við að ekki hafi komið mörg tilvik inn á borð hjá eftirlitinu á síðasta ári. 

„En við getum ekki fylgt neinu eftir sem við vitum ekki um,“ segir Sigrún.  

Veggjalús hefur fundist í skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum og í Skagfjörðsskála í Langadal í Þórsmörk.

Fram kom í máli Stefáns Jökuls Jakobssonar, umsjónarmanns fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands, að hann teldi veggjalús að finna víða á gististöðum og hótelum á Suðurlandi.

Gera kröfu um lokun gististaða 

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún segir að tilkynnt tilvik gefi þetta ekki til kynna. Síðasta árið megi telja tilkynningar á fingrum annarrar handar. 

„Ef þetta kemur upp þá gerum við kröfu um að gististöðum sé lokað eða í það minnsta þeim herbergjum þar sem þetta kemur upp í á meðan ráðstafanir eru gerðar,“ segir Sigrún. 

Spurð hvort þessi viðurlög geti ekki verið ástæða þess að beðið sé um trúnað hjá meindýraeyðum þá samsinnir Sigrún því en spyr um leið: 

„Vilt þú ekki frekar vera þekktur fyrir að taka ábyrgð á því að uppræta þetta?“

En hafið þið engin úrræði, t.a.m. sektir eða annað sem þið getið beitt, gagnvart þeim sem neita að veita ykkur þessar upplýsingar? 

„Það er kannski svolítið langt gengið að sekta menn vegna upplýsinga sem við vitum ekki einu sinni hvort þeir hafa.“

mbl.is