Mikill áhugi ferðamanna á þyrluflugi

Ferðamenn á Íslandi | 26. mars 2024

Mikill áhugi ferðamanna á þyrluflugi

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og núna erum við fullbókuð fram á föstudaginn langa,“ segir Vera Almeida þjónustufulltrúi Norðurflugs, en bætir við að það sé bæði verið að fljúga til gosstöðvanna við Sundahnúka og víðar. Hún segir að vegna slæms veðurs í síðustu viku hafi Norðurflug ekki byrjað að fljúga að gosinu fyrir alvöru fyrr en núna á laugardaginn. „Við fljúgum á hverjum degi, þegar veður leyfir, en munum ekki fljúga á páskadag.“

Mikill áhugi ferðamanna á þyrluflugi

Ferðamenn á Íslandi | 26. mars 2024

Hraun við Sundhnúkagíga.
Hraun við Sundhnúkagíga. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og núna erum við fullbókuð fram á föstudaginn langa,“ segir Vera Almeida þjónustufulltrúi Norðurflugs, en bætir við að það sé bæði verið að fljúga til gosstöðvanna við Sundahnúka og víðar. Hún segir að vegna slæms veðurs í síðustu viku hafi Norðurflug ekki byrjað að fljúga að gosinu fyrir alvöru fyrr en núna á laugardaginn. „Við fljúgum á hverjum degi, þegar veður leyfir, en munum ekki fljúga á páskadag.“

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur og núna erum við fullbókuð fram á föstudaginn langa,“ segir Vera Almeida þjónustufulltrúi Norðurflugs, en bætir við að það sé bæði verið að fljúga til gosstöðvanna við Sundahnúka og víðar. Hún segir að vegna slæms veðurs í síðustu viku hafi Norðurflug ekki byrjað að fljúga að gosinu fyrir alvöru fyrr en núna á laugardaginn. „Við fljúgum á hverjum degi, þegar veður leyfir, en munum ekki fljúga á páskadag.“

Ferðamenn í meirihluta

Vera segir að langflestir þeirra sem hafa verið að fljúga yfir gosstöðvarnar séu ferðamenn og greinilega sé mikill áhugi á að sjá yfir svæðið úr lofti. „Það eru einhverjir Íslendingar líka, en meirihlutinn er ferðamenn og líka þeir sem eru búnir að panta flug hjá okkur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is