Annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi

Ferðamenn á Íslandi | 10. janúar 2024

Annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi

Árið 2023 var annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 2,2 milljónir. Aukning milli ára nemur 31,1% en farþegar voru tæplega hálfri milljón fleri en árið 2022. Árið 2023 er fyrsta heila árið síðan 2019 þar sem engar ferðatakmarkanir eru í gildi hérlendis.

Annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi

Ferðamenn á Íslandi | 10. janúar 2024

Nærrum því þrír af hverjum tíu ferðamönnum á Íslandi voru …
Nærrum því þrír af hverjum tíu ferðamönnum á Íslandi voru Bandaríkjamenn, eða um 629 þúsund talsins. mbl.is/Eyþór

Árið 2023 var annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 2,2 milljónir. Aukning milli ára nemur 31,1% en farþegar voru tæplega hálfri milljón fleri en árið 2022. Árið 2023 er fyrsta heila árið síðan 2019 þar sem engar ferðatakmarkanir eru í gildi hérlendis.

Árið 2023 var annað fjölmennasta ferðamannaár frá upphafi en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 2,2 milljónir. Aukning milli ára nemur 31,1% en farþegar voru tæplega hálfri milljón fleri en árið 2022. Árið 2023 er fyrsta heila árið síðan 2019 þar sem engar ferðatakmarkanir eru í gildi hérlendis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Flestir ferðamenn frá Bandaríkjunum

Grafík/Ferðamálastofa

Nærrum því þrír af hverjum tíu ferðamönnum á Íslandi voru Bandaríkjamenn, eða um 629 þúsund talsins. Bandarískum ferðamönnum fjölgaði um 171 þúsund frá árinu 2022. Flestir bandarískir ferðamenn komu þó til landsins árið 2018, eða 695 þúsund talsins. 

Bretar voru einnig duglegir að heimsækja Ísland en um 279 þúsund brottfarir Breta voru skrásettar. Þetta er fjórða stærsta árið í brottförum Breta en áður höfðu um 298 til 322 þúsund Breta komið til Íslands á árunum 2016 til 2018.

Um 2,2 milljónir erlendra farþega komu til landsins 2023.
Um 2,2 milljónir erlendra farþega komu til landsins 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjóðverjar voru þriðji stærsti hópurinn, um 136 þúsund talsins. Pólverjar fylgja fast eftir með 134 þúsund brottfarir, aldrei hafa þær mælst svo margar. 

Þar á eftir fylgdu brottfarir Frakka (4,5% af heild), Ítala (3,6%), Spánverja (3,0%), Kanadamanna (2,6%), Kínverja (2,5%) og Hollendinga (2,4%).

Brottfarir erlendra farþega á árunum 2014-2023.
Brottfarir erlendra farþega á árunum 2014-2023. Grafík/Ferðamálastofa

Vinsælast að koma í ágúst

Flestar brottfarir voru í ágúst, eða um 282 þúsund talsins. Það eru tæplega 39 þúsund fleiri brottfarir en á sama tíma 2022. Júlí var næstvinsælasti mánuðurinn en þá voru skráðar 275 þúsund brottfarir. 

Metárið enn 2018

Brottfarir hafa einungis einu sinn sinni áður mælst fleiri en metárið 2018 voru brottfarir rúmlega 2,3 milljónir. Að sögn ferðamálastofu má gera ráð fyrir því að þessar tölur nái til um 98% þeirra ferðamanna sem hingað koma en til viðbótar eru farþegar Norrænu og þeir sem koma um aðra alþjóðaflugvelli landsins. Farþegar skemmtiferðaskipa eru taldir sérstaklega og eru ekki inn í þessum tölum.

mbl.is