Ferðamönnum fækkað

Ferðamenn á Íslandi | 25. mars 2024

Ferðamönnum fækkað

Ferðaþjónustuaðilar segja að útlit sé fyrir að ferðamönnum muni ekki fjölga á árinu eins og spáð hafði verið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutfall tengifarþega hjá Icelandair sé að aukast þar sem eftirspurn til Íslands sé minni en á síðasta ári. Því muni fyrirtækið einbeita sér enn frekar að tengifarþegum sem millilenda á Íslandi.

Ferðamönnum fækkað

Ferðamenn á Íslandi | 25. mars 2024

Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík.
Ferðamenn við Skólavörðustíg í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjónustuaðilar segja að útlit sé fyrir að ferðamönnum muni ekki fjölga á árinu eins og spáð hafði verið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutfall tengifarþega hjá Icelandair sé að aukast þar sem eftirspurn til Íslands sé minni en á síðasta ári. Því muni fyrirtækið einbeita sér enn frekar að tengifarþegum sem millilenda á Íslandi.

Ferðaþjónustuaðilar segja að útlit sé fyrir að ferðamönnum muni ekki fjölga á árinu eins og spáð hafði verið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutfall tengifarþega hjá Icelandair sé að aukast þar sem eftirspurn til Íslands sé minni en á síðasta ári. Því muni fyrirtækið einbeita sér enn frekar að tengifarþegum sem millilenda á Íslandi.

„Heilt yfir lítur nú ágætlega út en eins og ég segi þá er samsetningin aðeins að breytast hjá okkar. Vægi farþeganna sem koma til Íslands – ferðamannanna – það er minna en í fyrra og vægi farþega sem fljúga yfir hafið eykst. Við erum að nálgast það eins og þetta var fyrir covid, að tengifarþegar (VIA) voru 50% og ríflega það,“ segir Bogi.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótela og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir að nokkur samdráttur sé í fjölda ferðamanna á fyrstu mánuðum ársins. Spurður út í bókunarstöðuna segir hann: „Það er kannski með svipuðu móti og í fyrra þegar kemur fram á sumarið en fyrstu mánuðirnir, eins og ég segi, eru ákveðin vonbrigði.“

Bæði Bogi og Kristófer eru sammála um að erlendur fréttaflutningur af jarðhræringum á Reykjanesskaga hafi haft sitt að segja hvað varðar bókunarstöðuna.

Bogi nefnir þó líka verðlagsþróun á Íslandi og segir að lönd sem Ísland sé í samkeppni við sem áfangastaður séu einfaldlega ódýrari.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is