Gjald lagt á stæði Landmannalauga

Ferðamenn á Íslandi | 6. febrúar 2024

Gjald lagt á stæði Landmannalauga

„Þetta er í fyrsta skipti sem álagsstýring er tekin upp hér á landi með þessu móti,“ segir Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is en stofnunin kynnti á blaðamannafundi í gær nýtt bókunarkerfi sem ætlað er að stjórna álagi bifreiðaumferðar um stæði í Landmannalaugum þar sem nú stefnir í óefni vegna öngþveitis á stæðunum á háannatíma.

Gjald lagt á stæði Landmannalauga

Ferðamenn á Íslandi | 6. febrúar 2024

Hér má sjá ástandið í nágrenni annars bílastæðis Landmannalauga á …
Hér má sjá ástandið í nágrenni annars bílastæðis Landmannalauga á háannatíma, bifreiðum lagt í vegkantinum svo langt sem augað eygir. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

„Þetta er í fyrsta skipti sem álagsstýring er tekin upp hér á landi með þessu móti,“ segir Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is en stofnunin kynnti á blaðamannafundi í gær nýtt bókunarkerfi sem ætlað er að stjórna álagi bifreiðaumferðar um stæði í Landmannalaugum þar sem nú stefnir í óefni vegna öngþveitis á stæðunum á háannatíma.

„Þetta er í fyrsta skipti sem álagsstýring er tekin upp hér á landi með þessu móti,“ segir Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is en stofnunin kynnti á blaðamannafundi í gær nýtt bókunarkerfi sem ætlað er að stjórna álagi bifreiðaumferðar um stæði í Landmannalaugum þar sem nú stefnir í óefni vegna öngþveitis á stæðunum á háannatíma.

Háannatími þessi er frá um það bil níu að morgni og fram til klukkan 17 á daginn þegar gestir flykkjast að og frá þeirri rómuðu náttúruperlu sem Landmannalaugar eru, sækja þar heita laug eða ganga um stórbrotið landslagið.

Tilraunaverkefni í sumar

Álagsstýring og bókunarkerfi UST felur í sér gjaldttöku sem í lauslegum útreikningi nemur um hundrað krónum á gest. Þannig verður gjaldið 450 krónur fyrir ökutæki með einu til fimm sætum, 600 krónur fyrir sex til níu sæti, 1.200 fyrir tíu til átján sæti og að lokum 4.500 krónur fyrir 33 til 64 sæta ökutæki.

Er þar um svokallað þjónustugjald að ræða sem tekið verður að innheimta í vor og verður innheimt fram á haust til að byrja með. Vegna skamms fyrirvara veitir stofnunin 40 prósenta afslátt frá gjaldskrá sinni.

„Þetta er tilraunaverkefni í sumar og því mjög nauðsynlegt að fylgjast mjög vel með hvernig þetta virkar. Eftir sumarið verður svo sest niður og endurskoðað,“ segir Daníel Freyr og leggur á það áherslu að farið verði ítarlega yfir gagnsemi verkefnisins í kjölfar þessa fyrsta áfanga en þetta er í fyrsta skipti – eftir því sem ritstjórn mbl.is kemst næst – sem gjald er innheimt fyrir bifreiðastæði á hálendinu.

300 bifreiðar á dag

Á blaðamannafundi UST kom fram að meðalfjöldi bifreiða til Landmannalauga hefði verið 300 á dag í fyrrasumar sem nálgast hefði hátindinn árið 2018 þegar þeir voru 330. Þessa umferð beri bílastæðin tvö á svæðinu ekki. Kraðak sé á stæðunum og í þau og við myndist daglegir umferðarhnútar. Bifreiðum sé lagt í vegköntum sem þrengi að aðkomuvegum með tilheyrandi hættu á slysum og óhöppum.

Á þessari mynd má sjá 56 bifreiðum þétt lagt á …
Á þessari mynd má sjá 56 bifreiðum þétt lagt á öðru stæðanna í Landmannalaugum. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Samkvæmt tölfræði UST dvelur meirihluti gesta í dagsferðum á svæðinu í tvær til fjórar klukkustundir sem skapi mikið álag á innviði. Hafa reglulegar viðhorfskannanir leitt í ljós að ánægju gesta með heimsóknina hefur farið hraðdvínandi. Árið 2019 þótti 48 prósentum gesta heldur eða of margt fólk á svæðinu en það hlutfall var 32 prósent árið 2009 og 22 prósent árið 2000. Þeim sem kveðast „mjög ánægðir“ hefur fækkað úr 59 í 41 prósent.

20. júní til 15. september

Telur UST að ekki verði lengur unað við ástandið á svæðinu og sé stýringar þörf. Um þetta hafi samráðsnefnd um stjórn friðlandsins gert bókun í haust auk þess sem sveitarstjórn Rangárþings ytra hafi skorað á stofnunina að leita leiða til úrbóta. Eftir því sem fram kom á blaðamannafundinum hefur samráð verið haft við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðafélag Íslands.

Hefst gjaldtakan 20. júní í sumar og stendur til 15. september og verður öllum öku- eða umráðamönnum einka- og bílaleigubifreiða gert að bóka komu sína fyrir fram. Utan þess tíma verður ekki um neinar takmarkanir að ræða. Bifreiðar í ferðaþjónustu og með leyfi til farþegaflutninga þurfa hins vegar ekki að bóka fyrir fram en greiða engu að síður. Fara bókanirnar fram á heimasíðu UST eða með þar til gerðu appi.

„Við eigum eftir að sjá hvernig svona pöntunarkerfi virkar,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðsstjóri, „það miðast við þolmörk svæðanna og hvernig við metum ástand þeirra, bæði hvað varðar náttúru og innviði,“ heldur hún áfram og segir ánægju gesta einnig veigamikinn þátt í því hvernig yfirvöld umhverfismála bregðist við í málum á borð við það sem hér liggur fyrir.

Færsla bílastæðisins í bið

Vel megi vera að aðrar leiðir verði reyndar í fyllingu tímans, um tilraunaverkefni er að ræða eins og Daníel Freyr tók fram. „Við viljum ekki að ánægja gesta minnki, það er grundvallaratriði,“ segir Inga Dóra enn fremur, „og svo eru það í raun líka þolmörk samfélagsins. Þetta er metið með könnunum en það hefur ekki verið gert nógu reglulega og ekki nógu samræmt,“ segir hún.

Landmannalaugar eru gríðarvinsæll áningarstaður gesta, innlendra sem erlendra.
Landmannalaugar eru gríðarvinsæll áningarstaður gesta, innlendra sem erlendra. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðspurður segir Daníel Freyr áætlanir um að færa bifreiða- og tjaldstæði fjær svæðinu í biðstöðu. Veiting framkvæmdaleyfis til slíks hafi verið kærð í haust og hún í kjölfarið talin ólögleg. „Það þarf að vinna það betur þegar þar að kemur en það verður alla vega ekkert gert í því í sumar. Þetta er stór framkvæmd sem þarfnast mikils undirbúnings,“ segir hann.

Án álagsstýringar sé þó í raun ekki verið að gera annað en að færa vandamálið með því að færa bifreiðastæðin.

Markmiðið að enginn komi af fjöllum

Inga Dóra segir allt gjaldið munu fara í uppbyggingu þjónustu á svæðinu auk þess að standa straum af kostnaði við að hafa starfsmenn á svæðinu á gjaldtímabilinu en stofnunin áætlar, að sögn Daníels Freys, að einn þeirra verði við gatnamótin áður en ekið er inn í Landmannalaugar um aðalaðkomuleiðina en tveir til viðbótar verði framan af degi við aðrar aðkomuleiðir.

„Þannig að við náum mikilli snertingu við gesti á leið inn í Landmannalaugar og markmiðið er að enginn mæti inn í Landmannalaugar og viti ekki af fyrirkomulaginu,“ segir Daníel Freyr að lokum.

mbl.is