Vilja skýrari reglur um endurgreiðslur á flugi

Ferðamenn á Íslandi | 9. janúar 2024

Vilja skýrari reglur um endurgreiðslur á flugi

Evrópuþingið og ráðherraráð ESB hefur nú til umfjöllunar tillögur til að styrkja réttarvernd ferðamanna. 

Vilja skýrari reglur um endurgreiðslur á flugi

Ferðamenn á Íslandi | 9. janúar 2024

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Evrópuþingið og ráðherraráð ESB hefur nú til umfjöllunar tillögur til að styrkja réttarvernd ferðamanna. 

Evrópuþingið og ráðherraráð ESB hefur nú til umfjöllunar tillögur til að styrkja réttarvernd ferðamanna. 

Framkvæmdastjórn ESB lagði fram tillögurnar sem taka mið af reynslu síðustu ára vegna heimsfaraldursins og gjaldþrota í ferðaþjónustu sem fylgdu í kjölfarið.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að breytingartillögunum er ætlað að skýra reglur um endurgreiðslu vegna niðurfellingar á flugi og bæta upplýsingaflæði til neytenda.

Einnig er lagt til að bæta réttarvernd fatlaðra og hreyfihamlaðra ferðamanna með því að tryggja þeim rétt til viðeigandi aðstoðar og þjónustu.

Aðstoðarmenn fatlaðra fljúgi endurgjaldslaust

Meðal annars er lagt til að aðstoðarmenn fatlaðra eða hreyfihamlaðra flugfarþega fljúgi endurgjaldslaust og eigi rétt á að sitja við hlið ferðamannsins ef það er raunhæft.

Einnig er lagt til ferðaskrifstofur skuli eiga rétt til endurgreiðslu frá þjónustuveitendum innan viku frests, þegar endurgreiðslukröfur stofnast. Þetta gerir ferðaskrifstofum aftur betur kleift að endurgreiða ferðamönnum innan áskilins tveggja vikna frests þegar þeir eiga rétt á endurgreiðslu. 

Sé ferðamönnum boðin inneignarnóta vegna niðurfellingar ferðar er lagt til að þjónustuveitendum verði gert skylt að greina þeim frá skilmálum inneignarnótunnar og upplýsa ferðamann hvort hann eigi rétt á endurgreiðslu í stað inneignarnótu.

Líkt og áður sagði ganga tillögurnar nú til umfjöllunar á Evrópuþinginu og í ráðherraráði ESB.

mbl.is