Tugir bíla út af á Gullna hringnum

Ferðamenn á Íslandi | 31. janúar 2024

Tugir bíla út af á Gullna hringnum

Fjöldi ferðamanna urðu strandaglópar á leið sinni um Gullna hringinn þegar veðurhvellurinn skall á suðurlandið um miðjan dag. Hátt í tuttugu bílar sátu fastir í vegkantinum frá Gullfossi að Laugarvatni. 

Tugir bíla út af á Gullna hringnum

Ferðamenn á Íslandi | 31. janúar 2024

Halldór segir vegfarendur hafa verið á allskonar búnum bílum.
Halldór segir vegfarendur hafa verið á allskonar búnum bílum. mbl.is/Halldór Kr. Jónsson

Fjöldi ferðamanna urðu strandaglópar á leið sinni um Gullna hringinn þegar veðurhvellurinn skall á suðurlandið um miðjan dag. Hátt í tuttugu bílar sátu fastir í vegkantinum frá Gullfossi að Laugarvatni. 

Fjöldi ferðamanna urðu strandaglópar á leið sinni um Gullna hringinn þegar veðurhvellurinn skall á suðurlandið um miðjan dag. Hátt í tuttugu bílar sátu fastir í vegkantinum frá Gullfossi að Laugarvatni. 

Halldór Kr. Jónsson leiðsögumaður er meðal þeirra sem fór Gullna hringinn í dag á breyttum jeppa og vel búnum. 

Með Halldóri í för voru ferðamenn sem hugðust einungis virða fyrir sér Gullna hringinn en fengu jafnframt að upplifa alvöru íslenskan vetrardag. 

Þessi kálfur var meðal þeirra ökutækja sem Halldór kom til …
Þessi kálfur var meðal þeirra ökutækja sem Halldór kom til aðstoðar, en hann segir ekkert ferðaveður hafa verið fyrir rútur á svæðinu í dag. mbl.is/Halldór Kr. Jónsson

Allskonar bílar á ferð 

Halldór segir veðrið hafa verið verst milli klukkan hálf þrjú og hálf fimm á svæðinu. Voru þá margir sem leituðu skjóls á Gullfosskaffi enda lítið af Gullfossi að sjá í bylnum þó fossinn sé stór. 

Á leið frá Gullfossi að Laugarvatni kveðst Halldór hafa keyrt fram hjá hátt í tuttugu bílum sem sem höfðu farið útaf, sumir langt út fyrir vegkantinn. 

„Þetta voru allskonar bílar, óbreyttir Land Cruiserar, Campervan-bílar, Dacia Duster og fleiri tegundir, langt fyrir utan veginn,“ segir Halldór sem kveðst hafa verið hissa þegar hann sá hversu illa búnir margir voru. 

mbl.is