Segja ferðaþjónustuna styrkjast

Ferðamenn á Íslandi | 17. janúar 2024

Segja ferðaþjónustuna styrkjast

Staða ferðaþjónustunnar er að styrkjast eftir erfiða skuldastöðu liðinna ára samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar KPMG. 

Segja ferðaþjónustuna styrkjast

Ferðamenn á Íslandi | 17. janúar 2024

Horfur ferðaþjónustunnar þykja hafa styrkst eftir erfiði síðustu ára.
Horfur ferðaþjónustunnar þykja hafa styrkst eftir erfiði síðustu ára. Ljósmynd/Aðsend

Staða ferðaþjónustunnar er að styrkjast eftir erfiða skuldastöðu liðinna ára samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar KPMG. 

Staða ferðaþjónustunnar er að styrkjast eftir erfiða skuldastöðu liðinna ára samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar KPMG. 

Könnunin var kynnt á sameiginlegri málstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklassans og KPMG í gær. 

Þar tóku meðal annars Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og uppistandari, til máls.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hélt tölu á málstofu Samtaka …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hélt tölu á málstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslenska ferðaklassans og KPMG fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Vilja langtíma kjarasamninga

Á málstofunni lögðu stjórnendur fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar áherslu á stöðugleika innan greinarinnar. 

Þá var litið til þess að gerðir yrðu langtíma kjarasamningar til þess að ná fram stöðugleika í rekstri greinarinnar.

Bergur Ebbi rithöfundur hélt einnig tölu.
Bergur Ebbi rithöfundur hélt einnig tölu. Ljósmynd/Aðsend

Tækifærin liggja í innviðum og öryggi

Stjórnendur töldu einnig helstu tækifærin í ferðaþjónustunni vera að stuðla að dreifingu ferðamanna innan landsins og milli árstíða, efla innviði og að tryggja gæði og öryggi ferðamanna. 

Þá töldu þeir helstu ógnir til framtíðar vera hátt verðlag, aukinn rekstarkostnaður, of mikill fjöldi ferðamanna og náttúruhamfarir.

mbl.is