Gistinóttum fjölgaði um 16%

Ferðamenn á Íslandi | 31. janúar 2024

Gistinóttum fjölgaði um 16%

Gistinóttum á árinu 2023 fjölgaði um 16% á milli ára og voru tæplega 10 milljónir talsins. Gistinætur Íslendinga voru um 22% allra gistinátta, eða um 2,1 milljónir sem er 9% aukning á milli ára.

Gistinóttum fjölgaði um 16%

Ferðamenn á Íslandi | 31. janúar 2024

Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 78% gistinátta eða um 7,8 …
Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 78% gistinátta eða um 7,8 milljónir samanborið við 6,6 milljónir árið áður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinóttum á árinu 2023 fjölgaði um 16% á milli ára og voru tæplega 10 milljónir talsins. Gistinætur Íslendinga voru um 22% allra gistinátta, eða um 2,1 milljónir sem er 9% aukning á milli ára.

Gistinóttum á árinu 2023 fjölgaði um 16% á milli ára og voru tæplega 10 milljónir talsins. Gistinætur Íslendinga voru um 22% allra gistinátta, eða um 2,1 milljónir sem er 9% aukning á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands og er byggt á fyrstu tölum um gistinætur.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 78% gistinátta eða um 7,8 milljónir samanborið við 6,6 milljónir árið áður. Aukning var á hótelgistingu í öllum landshlutum á árinu.

Samdráttur í desember

Fram kemur að á síðasta ári hafi gistinætur á hótelum og gistiheimilum verið um 6,6 milljónir og um 3,4 milljónir á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.).

Heildarfjöldi gistinátta á hótelum var um 5.257.800 sem er 12% aukning frá árinu áður.

Framboð hótelherbergja í desember 2023 var á pari við desember 2022 en þó dróst nýting saman um fjögur prósentustig. Alls var 7% samdráttur á hótelgistinóttum í desember sem má rekja til nýtingu á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi hótelgistinátta jókst nefnilega á sama tímabili á öðrum landshlutum.

mbl.is