Vísbendingar um að bókunarstaða hafi versnað

Ferðamenn á Íslandi | 7. febrúar 2024

Vísbendingar um að bókunarstaða hótela hafi versnað

Vísbendingar eru um að bókunarstaða hótela fyrir árið hafi heldur versnað í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga undanfarið og óvíst er hvort breyting verði á samsetningu farþega.

Vísbendingar um að bókunarstaða hótela hafi versnað

Ferðamenn á Íslandi | 7. febrúar 2024

Líkt og í nóvember er gert ráð fyrir að um …
Líkt og í nóvember er gert ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísbendingar eru um að bókunarstaða hótela fyrir árið hafi heldur versnað í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga undanfarið og óvíst er hvort breyting verði á samsetningu farþega.

Vísbendingar eru um að bókunarstaða hótela fyrir árið hafi heldur versnað í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga undanfarið og óvíst er hvort breyting verði á samsetningu farþega.

Þetta kemur fram í nýjasta riti Peningamála sem Seðlabanki Íslands gefur út. 

Þar segir jafnframt, að horfur í ferðaþjónustu fyrir þetta ár séu áþekkar og í spá bankans í nóvember þótt töluverð óvissa sé enn til staðar varðandi frekari eldsumbrot á Reykjanesi og áhrif þeirra á eftirspurn eftir ferðum til landsins.

Leitir tengdar jarðhræringum á Google aukist

Enn sé gert ráð fyrir auknu framboði á flugi til og frá landinu á árinu og séu leitir að gistingu og flugi til Íslands á leitarvél Google svipaðar og í nóvember þótt leitir tengdar jarðhræringunum hafi einnig aukist nokkuð.

„Vísbendingar eru aftur á móti um að bókunarstaða hótela fyrir árið hafi heldur versnað í kjölfar fréttaumfjöllunarinnar undanfarið og óvíst er hvort breyting verði á samsetningu farþega. Þá virðist eftirspurn eftir ferðalögum alþjóðlega sem fyrr enn kröftug þrátt fyrir slakar horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum,“ segir í ritinu. 

Þá kemur fram, að líkt og í nóvember sé gert ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins í ár og talið sé að þjónustuútflutningur aukist um 4% samanborið við 4,9% í nóvember en útlit er fyrir heldur veikari fyrsta fjórðung í ferðaþjónustu.

mbl.is