Starfsmönnum ferðaþjónustunnar fjölgar

Ferðamenn á Íslandi | 18. janúar 2024

Starfsmönnum ferðaþjónustunnar fjölgar

Fjölda starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði um 8% í nóvember miðað við sama tímabil árið áður. Á tólf mánaða tímabili frá desember 2022 til nóvember 2023 var 13% aukning.

Starfsmönnum ferðaþjónustunnar fjölgar

Ferðamenn á Íslandi | 18. janúar 2024

Ef skoðað er fjölda skiptifarþega frá janúar 2023 til desember …
Ef skoðað er fjölda skiptifarþega frá janúar 2023 til desember 2023 var 41% aukning ef borið er sama tímabil ári fyrr. mbl.is/Eyþór

Fjölda starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði um 8% í nóvember miðað við sama tímabil árið áður. Á tólf mánaða tímabili frá desember 2022 til nóvember 2023 var 13% aukning.

Fjölda starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði um 8% í nóvember miðað við sama tímabil árið áður. Á tólf mánaða tímabili frá desember 2022 til nóvember 2023 var 13% aukning.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Frá desember 2022 til nóvember 2023 störfuðu að jafnaði um 31.976 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 28.296 fyrir sama tímabil ári fyrr.


Skiptifarþegum fjölgaði verulega

Ef skoðaður er fjöldi skiptifarþega frá janúar 2023 til desember 2023 var 41% aukning ef borið er saman sama tímabil árið áður. Brottfarir af Keflavíkurflugvelli jukust allverulega ef miðað er við sama tímabil en jukust þær um 23% á milli ára

Gistinætur á hótelum í nóvember 2023 voru 360.774 samanborið við 353.524 í nóvember 2022. Gistinætur erlendra gesta voru 289.077 í nóvember, eða 2% fleiri en á sama tíma árið áður.

Í desember fóru 172.990 farþegar frá Keflavíkurflugvelli samanborið við 156.976 í desember 2022. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 137.088 samanborið við 114.788 í desember 2022.

„Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur gistinætur, fjölda starfandi skv. skrám, skráningar bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferð á hringveginum frá Vegagerðinni og fjölda farþega frá Ferðamálastofu út frá þjóðernum auk talna um farþegaflutninga og flughreyfingar frá ISAVIA,“ kemur fram á veg Hagstofu.

mbl.is