Maður skotinn til bana í Kaupmannahöfn

Karlmaður var skotinn til bana í hverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld þar sem margir innflytjendur búa. Lögregla leitar að bíl, sem sást við húsið þar sem skotárásin var gerð en talið er að 10-12 skotum hafi verið hleypt af.

Lögregla hefur að undanförnu verið með talsverðan viðbúnað á þessu svæði vegna átaka, sem brotist hafa út milli mótorhjólagengja og glæpagengja innflytjenda. Einn þessara glæpaflokka hefur aðallega haldið sig í og við Mjølnerparken þar sem skotárásin var gerð í kvöld. 

Frá því í ágúst á síðasta ári hafa 27 sinnum brotist út skotbardagar í Kaupmannahöfn, sem taldir eru tengjast átökum glæpaflokka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...