Ítalir vilja að ESB fordæmi Aftonbladet

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, hefur í símaviðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz lýst því yfir að hann ætli að krefjast þess að Evrópusambandið, ESB, fordæmi grein í sænska blaðinu Aftonbladet um meinta sölu ísraelskra hermanna á líffærum úr föllnum Palestínumönnum.

Frattini, sem er flokksbróðir Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu, vill að á fundi utanríkisráðherra ESB, sem haldinn verður í Stokkhólmi á föstudag og laugardag, verði samin ályktun þar sem hvers kyns gyðingahatur sé fordæmt.

Frattini segir í viðtalinu að hann og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi á síðasta fundi sínum verið sammála um að utanríkisráðherrar ESB eigi að fordæma gyðingahatur á fundinum í Stokkhólmi.

Samkvæmt frétt á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter kveðst Bildt ekki hafa rætt við ítalska utanríkisráðherrann um ágreining ísraelskra og sænskra stjórnvalda vegna greinarinnar í Aftonbladet.

Sænsk stjórnvöld hafa neitað að fordæma blaðagreinina og vísa í ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Cummins/Stamford Ljósavélar í skip og báta einnig landstöðvar.
Cummins /Stamford ljósavélar í skip og báta 100 -1000 kw Vélaverkst/sala Holt...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...